24.12.2020 10:20

Gleðileg jól!

Fram á síðustu mínútu viðræðna Bretra og ESB aðfaranótt 24. desember var tekist á um fisk makríl og síld.

Gleðileg jól!

IMG_2723Myndin er tekinn 22. desember 2020 kl,. 11.41 á nýju mælisvæði Veðurstofu Íslands á eystri Öskjuhlð sem nú ætti að kalla Veðurhæð. Þarna er dag tekið að lengja að nýju.

Bretar og ESB semja

Á sama tíma og tilkynnt er í æ fleiri löndum að skorið sé á samgöngur við Bretland vegna útbreiðslu COVID-19-farsóttarinnar þar er gengið frá samningi milli Breta og ESB-þjóðanna um skipan samskipta þjóðanna frá og með 1. janúar 2021 í framhaldi af úrsögn Breta úr ESB. Þeir ákváðu hana í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2016 og síðan hefur leiðin að því marki sem nú hefur náðst reynst erfið.

Fram á síðustu mínútu viðræðnanna aðfaranótt 24. desember var tekist á um fisk og segir á vefsíðunni Telegraph að makríll og síld hafi verið síðasta ágreiningsefnið.

Miðað við hve litlu máli veiðar þessara fisktegunda skipta fyrir þjóðarbú allra landa sem hlut eiga að samningnum beina fréttirnar um ágreininginn athygli að því að atkvæði sjómanna og þeirra sem starfa við fiskvinnslu vega þungt hjá stjórnmálamönnum landanna.

Þegar rætt var um aðild Íslands að ESB um árið létu talsmenn aðildar hér eins og auðvelt yrði að semja um sjávarútvegsmál í aðildarviðræðunum. Fullyrðingar um það reyndust úr lausu lofti gripnar. Samningaferli Breta og ESB ætti að leiða öllum sem enn gæla við aðild Íslands að ESB fyrir sjónir hve fráleitt er að láta eins og það sé barnaleikur að semja um sjávarútvegsmál.