28.11.2018 10:24

Furðugrein flokksformanns um 3. orkupakkann

Í dag bætist enn ein furðugreininn í orkupakkasafnið. Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, ritar hana í Morgunblaðið.

Margt sérkennilegt hefur verið sagt um 3. orkupakkann. Í dag (28. nóvember) bætist enn ein furðugrein í safnið. Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, ritar hana í Morgunblaðið.

IngasaelandaegirInga Sæland í ræðustól alþingis.

Í fyrsta lagi lætur Inga eins og úrslitum hafi ráðið um mat á hvort EES-samningurinn bryti í bága við stjórnarskrána að sérfræðingar töldu hann tryggja okkur „skil­yrðis­laus yf­ir­ráð eig­in auðlinda“. Vissulega gerir samningurinn það en önnur atriði lágu stjórnarskrármatinu að baki.

Í öðru lagi leggur Inga áherslu á tveggja stoða lausnina í samningnum. Hún segir hann ekki hafa byggst „á þriggja stoða lausn­inni sem til­heyr­ir ein­ung­is þeim þjóðum sem eru full­gild­ir aðilar að ESB“. Inga skýrir ekki hvað í þessum orðum hennar felst. Innan EES er tveggja stoða kerfið reist á sjálfstæðu eftirlits- og dómskerfi EFTA-ríkja samstarfsins annars vegar og sambærulegu kerfi innan ESB með framkvæmdastjórn þess og dómstóli.

Í þriðja lagi segir Inga að nú eigi „hrein­lega [að] þvinga upp á okk­ur þriggja stoða lausn­inni eins og við vær­um aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins “. Til að röksemdafærsla Ingu sé skiljanleg verður hún að skýra hver þessi „þriggja stoða lausn“ er. Henni kann þó að reynast ómögulegt að finna hugarsmíð sinni stoð.

Í fjórða lagi lætur Inga eins og með 3. orkupakkanum eigi „að af­henda orku­auðlind­ir okk­ar til Brus­sel“. Þetta er alls ekki á dagskrá og hefur aldrei verið.

Í fimmta lagi segir hún ranglega: „Strax við samþykki orkupakk­ans erum við búin að af­sala okk­ur yf­ir­ráðum á raf­orkunni.“ Þetta reisir hún á þeim hugarburði að Brusselmenn ráðist óboðnir inn í íslenska raforkunetið með sæstreng. Haldi hún að til sé evrópskt raforkunet með aðalrofa í Brussel er það sjötta meginvilla hennar.

Grein sinni lýkur Inga á þessum orðum:

„Eft­ir ára­tuga bar­áttu fyr­ir full­veldi ís­lensku þjóðar­inn­ar er ég ekki til­bú­in að af­sala því nú. Þriðji orkupakk­inn kem­ur okk­ur ekki við og því til staðfest­ing­ar er nóg að líta á landa­kortið.“

Inga Sædal stendur vörð um fullveldið hvort sem hún er með eða á móti 3. orkupakkanum. Lokaorðin um landakortið standa vissulega fyrir sínu. Sæstrengs-skýrslur sem hafa verið lagðar fyrir alþingi sýna að 3. orkupakkinn snertir sæstrenginn ekki neitt nema Inga og félagar hennar á þingi taki sérstaka, vel ígrundaða og upplýsta ákvörðun um hann. Flokksformaðurinn hefði betur tileinkað sér þau vinnubrögð áður en hún skrifaði þessa furðugrein sína.