9.2.2024 9:55

Biden, velviljaður minnislaus eldri maður

„Biden mundi líklega koma fram gagnvart kviðdómi eins og hann gerði í samtali okkar, sem alúðlegur, velviljaður eldri maður með fátæklegt minni,“ segir Hur.

Þegar Karl III. Bretakonungur (75 ára) fór í aðgerð vegna blöðruhálskirtils og sagt var frá því í fjölmiðlum. Farið var jákvæðum orðum um heilsufar konungs, þær minntu karlmenn á hans aldri á nauðsyn þess að láta fylgjast með heilsu sinni.

Nokkrum dögum síðar sagði frá því að krabbamein hefði fundist í konungi án þess að sagt væri hvers eðlis það væri. Frásagnir af heilsufari hans eru sagðar marka þáttaskil í sögu konungdæmisins. Miðlun fréttanna er fagnað þær auðveldi öðrum að horfast í augu við þennan sjúkdóm.

Á veikindi konungs skal litið sem jákvætt framlag í þágu heilsuverndar af þeim sem gefa tóninn í umræðum um þau.

TELEMMGLPICT000365732796_17074621274370_trans_NvBQzQNjv4BqQBWRHzDzvGn6cgTGOEvE0DwWrqdWJa0xXOTcOWzh2VMJoe Biden reiddist á blamannafundi 8. ferbrúar 2024 og hrópaði á blaðamann.

Um aldur og minnisleysi Joes Bidens Bandaríkjaforseta (81 árs) er rætt á neikvæðari hátt en krabbamein Bretakonungs. Forsetinn reiddist og hrópaði á fréttamenn sem lýstu efasemdum um andlega snerpu hans á fyrirvaralausum blaðamannafundi í Hvíta húsinu að kvöldi fimmtudagsinbs 8. febrúar. Tilefni fundarins var skýrsla sérstaks saksóknara, Roberts Hurs, sem rannsakaði trúnaðarbrot Bidens. Hann geymdi opinber trúnaðarskjöl í bílskúrnum sínum.

Skýrsla sérstaka saksóknarans er um 300 blaðsíður og er niðurstaða hans sú að ekki séu nægar ástæður til ákæra Biden. Samhliða lætur hann orð falla um minnisleysi Bidens sem eru gullmolar fyrir Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, (77 ára) sem lýsir Biden of gömlum og andlega hrumum til að halda áfram sem forseti.

Þegar Hur rökstyður niðurstöðu sína um að ekki skuli ákæra Biden segir hann að í samtölum hafi komið fram að forsetinn ætti erfitt með að muna dagsetningar frá tíð sinni sem varaforseti Baracks Obama og jafnvel nákvæmlega hvenær Beau sonur hans hefði dáið.

„Biden mundi líklega koma fram gagnvart kviðdómi eins og hann gerði í samtali okkar, sem alúðlegur, velviljaður eldri maður með fátæklegt minni,“ segir Hur.

Á fyrrnefndum blaðamannafundi hneykslaðist Biden á því að Hur hefði minnst á dánardægur sonar síns. Það skipti engu í þessu máli, enginn þyrfti að minna sig á það.

Hafi Biden ætlað að nýta blaðamannafundinn til að sanna andlega hæfni sína brást honum bogalistin þegar hann ræddi um landamærahliðið í Rafah milli Egyptalands og Gaza og sagði: „Eins og þið vitið vildi forseti Mexíkó, Sisi, ekki opna hliðið svo að flytja mætti hjálpargögn um það.“

Abdel Fattah el-Sisi er forseti Egyptalands og Mexíkó á ekki landamæri að Gaza.

Á kosningafundi í New York fyrr í vikunni sagðist Biden hafa rætt við Helmut Kohl Þýskalandskanslara og François Mitterrand Frakklandsforseta á G7-toppfundi í Cornwall, Englandi, árið 2021.

Kohl dó árið 2017 og Mitterrand árið 1996. Angela Merkel var fyrir Þýskaland og Emmanuel Macron var fyrir Frakkland á fundinum 2021.