27.7.2020 10:51

150 ára afmæli Guðbjargar í Múlakoti

„Þessi kona sem mér finnst hafa stjórnað öllu hún þurfti aldrei að hækka róminn en það sem hún sagði voru lög og eftir því var farið.“

Þess var minnst sunnudaginn 26. júlí 2020 að 150 voru liðin frá fæðingu Guðbjargar Þorleifsdóttur, húsfreyju í Múlakoti í Fljótshlíð, garðyrkjufrömuðar og vefnaðarkonu. Það var milt veður og logn. Um morguninn rigndi mikið en ekket á meðan athöfnin fór fram í Guðbjargarði..

Tæplega 200 manns lögðu leið sína í Múlakot til þátttöku í athöfninni.

Sem formaður Vinafélags gamla bæjarins í Múlakoti bauð ég gesti velkomna og minnist þess til að við stofnun félagsins 21. febrúar 2015 rifjaði Margrét Jóna Ísleifsdóttir, sem nú er 95 ára, upp veturinn 1941 þegar hún var í Múlakoti til að kenna heimasætunum Lilju og Fjólu, sonardætrum Guðbjargar Þorleifsdóttur og Túbals Magnússonar.

Margrét Jóna sagði:

„Eftir hádegi þá var það mjög venjulegt að Guðbjörg tók fram stóra röndótta trefilinn sinn og þá vissi maður alveg hvað til síns friðar heyrði, þá átti að fara út og hreyfa sig. Þannig var hún langt á undan sinni samtíð eins og bara á öllum sviðum. Þessi kona sem mér finnst hafa stjórnað öllu hún þurfti aldrei að hækka róminn en það sem hún sagði voru lög og eftir því var farið.“

Þessi orð sýna að Guðbjörg var húsmóðir á sínu heimili. hún fæddist 27. júlí 1870 og andaðist 8. júlí 1958. Maður hennar var Túbal Magnússon, bóndi í Múlakoti, en Ólafur Túbals, bóndi, listmálari og bóhem var sonur þeirra. Um allt þetta fólk og sögu Múlakots má fræðast á vefsíðunni mulakot.is. Hér verður sagt frá því sem gerðist í myndum. Útimyndirnar tók Magnús Hlynur Hreiðarsson sjónvarpsmaður og birtast  þær með leyfi hans. Myndir innan dyra í gamla bænum tók ég.  Bæjarhúsunum hefur verið bjargað frá hruni og unnið er að endurreisn þeirra undir forsjá Minjastofnunar.

IMG_1853Ólafur Túbals málaði þessa mynd af móður sinni. Myndin er í vörslu Skógasafns ásamt ýmsum vefnaði Guðbjargar.

IMG_1854Borðbúnaður var til sýnis í borðstofu gistihússins. Að því er stefnt að þarna verði ferðaminjasafn í samvinnu við öflugasta byggðasafn landsins í Skógum.

114181025_10221776481588639_555423407738477421_oÞórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, flutti ávarp Guðbjörgu til heiðurs og kynnti sér einstaka aðstöðu í Múlakoti til að minnast upphafs nútíma ferðaþjónustu á Íslandi, við rætur Eyjafjallajökuls.

114705492_10221776484988724_1671158282380015426_oElínborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna, flutti ávarp. Árið 1970 reisti sambandið Guðbjörgu minnisvarða í garðinu þegar 100 ára afmælis hennar var minnst.

112570918_10221776483908697_1959873873547751487_oJón Kristófer Arnarson, garðyrkjufræðingur, verkefnastjóri hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, flutti kveðju skólans og Garðyrkjufélags Íslands. Nemendur skólans hafa aðstoðað við endurreisn Guðbjargargarðs.

110336510_10221776485228730_1841403702689067416_oSr. Sváfnir Sveinbjarnarson, fyrrverandi prófastur og prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð 1963 til 1998, flutti ávarp. Sr. Sváfnir varð 92 ára þennan dag og var hylltur með afmælissöngnum.

IMG_1850Hér mynd af þremur erindum af fimm í ljóði sem Tómas Guðmundsson orti til Guðbjargar og Túbals á gullbrúðkaupsdegi þeirra 28. júní 1943. Sigríður Hjartar í Múlakoti greindi frá því að eftir að grein hennar birtist í Bændablaðinu í tilefni 150 ára afmælisins hefði Guðrún Ásgeirsdóttir, tengdadóttir Tómasar, eiginkona Guðmundar Tómassonar, haft samband við sig og sagt frá þessu óbirta ljóði skáldsins. Laugardaginn 25. júlí hefðu þau hjónin komið með handritið að ljóðinu og fært það Múlakoti að gjöf. Flutti Sigríður gefendum einlægar þakkir en Magnús Haraldsson frá Hvolsvelli las ljóðið.

110318720_10221776484428710_3531151840921066546_oFormlegri dagskrá lauk með því að Maríanna Másdóttir, sveitarlistamaður Rangársþings eystra 2019, söng og að lokum allir afmælisgestir: Fyrr var oft í koti kátt en þá lék Ísólfur Gylfi Pálmason, fyrrv. sveitarstjóri og alþingismaður, undir á gítar.

114119482_10221776488468811_3275516305486153770_oFjölmenni sótti afmælishátíðina. Borðin sem setið er við eru unnin úr reynitrjám í Guðbjargargarði.

110749661_10221776488028800_3710218024443970696_oMyndarlega var staðið að kaffiveitingum.