Ræður og greinar

Enn um opinbert fé og mannréttindi - 20.12.2004

Hér svara ég því, sem Margrét Heinreksdóttir og Lúðvík Bergvinsson höfðu að segja vegna greinar minnar um Fjárlög, mannréttindi, sannsögli. Lesa meira

Átökin um Íraksstríðið. - 18.12.2004

Greinina skrifaði ég, af því að mér rann til rifja á hve einfeldningslegan og skammsýnan hátt fjallað er um þetta mál um þessar mundir. Lesa meira

Gildi lögreglumenntunar. - 17.12.2004

35 nemendur brautskráðust úr grunndeild Lögregluskóla ríkisins við hátíðlega athöfn í Bústaðakirkju - í ávarpi mínu minntist ég þess, að við slíka athöfn fyrir ári boðaði ég eflingu sérsveitar lögreglunnar. Lesa meira

Hærri skattar og skuldir - 16.12.2004

Þetta er texti ræðu, sem ég flutti við aðra umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2005. Í flutningi breyttist textinn eitthvað en þetta er efniviðurinn. Lesa meira

Rannsóknir í þágu þjóðaröryggis. - 14.12.2004

Hér lýsi ég nauðsyn þess, að lögð sé stund á rannsóknir varðandi áfallastjórnun og öryggi þjóðarinnar og að að komist sé yfir þann þröskuld, sem er á milli dægurumræðna um öryggismál annars vegar og umræðna á grundvelli rannsókna og viðurkenndra meginsjónarmiða hins vegar. Lesa meira

Fjárlög, mannréttindi, sannsögli. - 11.12.2004

Grein þessa skrifaði ég í því skyni að varpa ljósi á það, hvernig staðið hefur verið að umræðum um mannréttindamál undanfarið í tilefni af afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2005. Lesa meira

Mannréttindi og heimildir lögreglu. - 1.12.2004

Grein þessa skrifaði ég til að svara ítrekuðum spuna um skoðanir mínar í Fréttablaðinu. Lesa meira

Að festa borg í skatta- og skuldafeni - 27.11.2004

Hér svara ég Þórólfi Árnasyni, fráfarandi borgarstjóra, sem leitaðist við að bera blak af lélegri fjármálastjórn R-listans í Reykjavík. Lesa meira

Starfsumhverfi dómstóla - 26.11.2004

Ég flutti ávarp við upphaf aðalfundar Dómarafélags Íslands og ræddi  um starfsumgjörð dómstólanna, breytingar á lögum um meðferð opinberra mála, aðferðir við skipan dómara og birtingu dóma á netinu.

Lesa meira

Ólík fjármálastjórn hjá ríki og borg - 22.11.2004

Í þessari grein lýsi ég því, hve ólík tök eru á fjármálum hjá ríkisstjórn annars vegar og borgarstjórn hins vegar. Lesa meira

Kristniboðsfélag kvenna 100 ára. - 6.11.2004

Þetta ávarp flutti ég á fjölmennri afmælishátið. Lesa meira

Ræður um stjórnkerfisbreytingar - 19.10.2004

Hér birti ég ræðu, sem ég flutti í borgarstjórn 19.október, þegar stjórnkerfisbreyting var þar til umræðu. Beindi ég athygli meðal annars að pólitískum þætti málsins, sem er nær veruleikanum en fagurgali um ágæti skipurita, þótt góð séu. Þá birti ég svör mín við andsvörum en ekki orð þeirra, sem við mig áttu orðaskipti, þar sem ég hef þau ekki í endanlegri gerð. Lesa meira

Rússneskar flotaæfingar - 18.10.2004

Þessa ræðu flutti ég í umræðum á þingi, en til þeirra var stofnað var t af Steingrími J. Sigfússyni, formanni vinstri/grænna.

Lesa meira

Fornir staðir og framtíðin. - 17.10.2004

Hér er ræða, sem ég flutti við setningu kirkjuþings, en í henni ræddi ég mest um samningaviðræður ríkis og kirkju um prestssetur og fleira á grundvelli samnings og laga frá 1997. Lesa meira

Lögreglu- og björgunarstöð á Akureyri - 15.10.2004

Klukkan 13.30 var efnt til fjölmennrar athafnar í lögreglustöðinni á Akureyri til að fagna endursmíði hennar og að þar hefði verið komið fyrir varastjórnstöð fyrir björgun og neyðarhjálp í landinu. Við það tilefni flutti ég þetta ávarp. Lesa meira

Mannréttindaskrifstofan og Ögmundur - 13.10.2004

Með þessari grein svaraði ég grein Ögmundar Jónassonar í Morgunblaðinu frá 12. október, þar sem hann gaf til kynna, að af meinsfýsni væri ég að svipta Mannréttindaskrifstofu Íslands fjárstuðningi. Lesa meira

Samstarf í þágu aukins öryggis. - 8.10.2004

Þessa ræðu flutti ég á fundi sýslumanna í Vestmannaeyjum, en þeir helguðu árlegan fund sinn að þessu sinni öryggismálum og ræddu þeir Jón H. B. Snorrasson, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans, Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, og Suzanna Becks, aðstoðaryfirlögregluþjónn með öryggismál og gæslu sem sérsvið hjá lögreglunni í London, erindi um málið. Lesa meira

Röng spurning um dómstól á röngum tíma? - 27.9.2004

Bað um að þessi grein yrði birt til að slá á tal blaðsins um að ég hafi vegið að hæstarétti án tilefnis.

Lesa meira

Er þörf á stjórnsýsludómstól? - 24.9.2004

Á málþinginu voru um 170 lögfræðingar. Ég rökstuddi nauðsyn sérþekkingar í stjórnsýslurétti meðal dómara með því að reifa þrjá nýlega dóma hæstaréttar.

Lesa meira

Vélamiðstöðina á frjálsan markað - 6.9.2004

Þessa grein ritaði ég til að benda á, hvernig borgarfyrirtæki ryðst inn á frjálsan markað, án þess að fyrir liggi skýr heimild frá borgarráði eða borgarstjórn.

Lesa meira

Þjóðmenningarátakið mikla - 4.9.2004

Grein þessa skrifaði ég Í Morgunblaðið eftir að Þjóðminjasafnið hafði verið opnað að nýju til að minna á hið mikla átak, sem gert hefur verið í þágu þjóðmenningar af ríkisstjórnum Davíðs Oddssonar. Eitt fyrsta stórvirkið í því efni var að ljúka við Þjóðarbókhlöðuna og opna hana 1. desember 1994.

Lesa meira

Þingvellir á heimsminjaskrá - 28.8.2004

Klukkan 14.30 laugardaginn 28. ágúst var efnt til athafnar á Þingvöllum, þar sem formlega var gengið frá skráningu þeirra á heimsminjaskrá UNESCO. Upphaflega var stefnt að þessari athöfn 27. ágúst en ákveðið var að fresta henni vegna útfarar Gylfa Þ. Gíslasonar. Hátíðarkór Bláskógabyggðar og Barna- og kammerkór Biskupstungna sungu, Hljómskálakvintettinn lék, Sigrún Hjálmtýsdóttir söng, Steindór Andersen kvað rímur og Gunnar Eyjólfsson flutti ljóð og texta. Auk mín töluðu Francesco Bandarin, Sigurður K. Oddsson og Margrét Hallgrímsdóttir en séra Kristján Valur Ingólfsson fór með bæn.

Lesa meira

Minningarorð um Gylfa Þ. Gíslason - 27.8.2004

Gylfi Þ. Gíslason var jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 27. ágúst klukkan 16.00 og skrifaði ég þessa minningargrein í Morgunblaðið af því tilefni, sendi hana frá Slóveníu en efni hennar sótti ég í ræðu, sem ég flutti til heiðurs Gylfa áttræðum. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir jarðsöng og fléttaði lög Gylfa og  hringingingatón farsíma inn í ræðu sína.

Lesa meira

Minningargrein um Sigurjón Sigurðsson - 17.8.2004

Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju af sr. Sigurði Pálssyni, ég var einn líkmanna.

Lesa meira

Hnigna tekr heims magn? - 15.8.2004

Í þessari ræðu, sem ég flutti á Hólahátíð, leitast ég við að flétta saman sögu og samtíð. Ég velti fyrir mér frelsi og félagslegu aðhaldi og tel réttlætanlegt að beita þessu aðhaldi gagnvart fjölmiðla- og upplýsingamiðlun samtímans. Þá minnist ég auðvitað Jóns biskups Arasonar, eins og ég hef oft gert í ræðum mínum. Frelsið eftir John Stuart Mill setur einnig svip á ræðuna.

Lesa meira

Lærdómsrík aðför þríeykis - 24.7.2004

Grein þessa ritaði ég sama dag og alþingi lauk afgreiðslu fjölmiðlamálsins, fimmtudaginn 22. júlí. Tel ég, að margan lærdóm megi draga af málinu, meðal annars þennan.

Lesa meira

Almannahagur eða sérhagsmunir? - 10.7.2004

Í þessari Morgunblaðsgrein bendi ég á þá staðreynd, að hvort sem stuðlað er að frjálsræði í þjóðfélaginu eða rætt um að setja leikreglur um frelsið, snýst stjórnarandstaðan á móti.

Lesa meira

Skilyrði standast stjórnarskrá - 3.7.2004

Umræður um þjóðaratkvæðagreiðslu eru á villigötum, ef því er hafnað, að þar megi setja skilyrði um þátttöku.

Lesa meira

Vaktstöð siglinga - 28.6.2004

Vaktstöð siglinga er mikilsverður áfangi á þeirri leið að samhæfa sem best björgunarstarf í landinu - þar sameinast Landhelgisgæsla, Neyðarlína og Slysavarnafélagið Landsbjörg við úrlausn verkefna undir faglegri forsjá Siglingastofnunar.

Lesa meira

Lýðveldið og guðleg forsjón. - 17.6.2004

Þessa ræðu flutti ég úr stólnum í Þingvallakirkju 17. júní við messu hjá séra Kristjáni Vali Ingólfssyni, sem þjónar nú á Þingvöllum. Kirkjan var þéttsetin og þjóðsöngurinn sunginn fjórraddaður fyrir tilstilli prests og Margrétar Bóasdóttur prestsfrúar. Að lokinni messu var boðið í kirkjukaffi í Valhöll. Veðrið var bjart og fallegt en það blés dáilítið.

Lesa meira