Pistlar

Framsóknarflokkur við áramót 2007. - 30.12.2007

Þegar ég settist til að velta fyrir mér stjórnmálaþróun ársins, þótti mér mestu skipta að huga að framtíð Framsóknarflokksins. Pistillinn er um það efni. Lesa meira

Brandarinn - þjóðkirkjan - 23.12.2007

Hér segir frá bók Milans Kundera Brandaranum og auk þess ræði ég kaþólsku og þjóðkirkju. Lesa meira

Öryggisráðstafanir - rússneski flotinn. - 15.12.2007

Hér segi ég frá skýrslu um víðtækar öryggisráðstafanir, sem ég kynnti í vikunni. Þá ræði ég um rússneska flotann á N-Atlantshafi. Lesa meira

PISA-könnunin. - 9.12.2007

Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 9. desember varð kveikjan að þessum pistli um PISA-könnunina og Ísland. Lesa meira

Ríkisfjölmiðlar um fangaflug - 3.12.2007

Hér birti ég útskrift af því, sem sagt var í fréttum sjónvarps og hljóðvarps ríkisins dagana 29. nóvember til 1. desember. Lesa meira

Í Harvard - Ísland í 1. sæti - löggæsla og hervarnir - bjorn.is á bannlista. - 1.12.2007

Pistillinn er í lengra lagi í dag, enda gaf ég mér ekki tíma til að skrifa annað um síðustu helgi í Boston en um bók Guðna fyrir utan að búa mig undir Harvard-fyrirlesturinn en frá honum segi ég í dag og Íslandi í 1. sæti á lífskjaralista SÞ auk þess sem ég vitna í tvær bloggsíður eftir Hans Haraldsson og G. Pétur Matthíasson. Lesa meira

Tíðindalitlar þingfréttir. - 18.11.2007

Þegar ég flutti framsöguræðu um frumvarp til nýrra almannavarnalaga á þingi 13. nóvember, þótti fréttnæmast við þann atburð, að annað dagskrármálið var tekið fyrir á undan hinu fyrsta á þingfundinum! Í dag ræði ég um tíðindalitlar þingfréttir. Lesa meira

Reykjavíkurbréf og OR - fordæmi DV? - 11.11.2007

Í pistlinum velti ég fyrir því, sem segir í Reykjavíkurbréfi vegna greinar Svanfríðar Jónasdóttur um OR/REI og einnig lít ég á DV, sem fjölmiðla mest ræðir um mig en vill hvorki láta mæla lestur sinn né útbreiðslu. Lesa meira

Sinnaskipti um REI-samruna - Falungong, Hell's Angels. - 4.11.2007

Hér segi ég frá því síðasta sem gerst hefur í REI-málinu, en í því urðu þáttaskil með ákvörðun borgarráðs 1. nóvember um að horfið skuli frá samruna REI og GGE. Þá færi ég einnig fyrir því rök, að ekki sé unnt að bera saman Falungong og Hell's Angels, þótt beita megi Schengen-reglum gegn félögum í báðum hreyfingum. Lesa meira

REI: Annáll samruna og skilnaðar 3. 10. til 3. 11. 07. - 4.11.2007

Hér eru raktar fréttir ljósvakamiðla um samruna REI/GGE í REI hinn 3. október 2007 og þar til til skilnaðar kom 3. nóvember 2007. Lesa meira

Giscard og Evrópunefndir - Danir og 24 ára reglan - hrakspár og dr. Hannes. - 28.10.2007

Formenn Evrópunefnda þurfa að halda á sínum hlut eins og ég lýsi í pistlinum í dag, þar segi ég einnig frá samstöðu danskra stjórnmálaflokka um 24 ára regluna og tek undir með dr. Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, þegar hann svarar þeim, sem eru með stöðugar hrakspár, jafnvel í nafni vísindanna. Lesa meira

Úttekt Ólafs Teits - „leiðangur“ Dags B. - 21.10.2007

Ný bók Ólafs Teits Guðnasonar Fjölmiðlar 2006 er kveikjan í fyrri hluta pistilsins en orðnotkun Dags B. um stjórnmál í seinni hlutanum. Lesa meira

Hrunadans félagshyggjunnar í orkumálum. - 14.10.2007

Hér lýsi ég rás atburða í borgarstjórn Reykjavíkur síðustu daga og rýni í arðsemi REI/GGE. Lesa meira

Misvitrir álitsgjafar um lögreglu og fangelsi. - 7.10.2007

Í pistlinum í dag ræði ég umsögn tveggja álitsgjafa Fréttablaðsins annars vegar um lögreglumál og hins vegar fangelsismál. Lesa meira

Framsækni EFTA-dómstólsins - yfirþjóðlegur EES-samningur. - 30.9.2007

Í pistlinum í dag beini ég athygli að grein í nýjasta hefti Tímarits lögfræðinga þar sem Carl Baudenbacker, forseti EFTA-dómstólsins, bregður ljósi á réttarþróun, sem byggist á framsækinni lagatúlkun. Lesa meira