Pistlar

Verðalauna-Úlfar sendir kalda hátíðarkveðju - 31.12.2012

Áramótapistillinn varð til þegar ég las hátðarávarp Úlafs Þormóðssonar, verðlaunahöfundar ríkisútvarpsins 2012.

Senda grein

Lesa meira
 

Jólin milda strokufanga - 24.12.2012

Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla Hrauni, lá úti í viku, kastaði frá sér vopnum og gaf sig fram að morgni aðfangadags.

Senda grein

Lesa meira
 

Klaustur og klerkar í jólabókum - 16.12.2012

Hér nefni ég til sögunnar fjórar nýjar bækur og þar af tvær sem fjalla um Ísland og hlut kaþólsku kirkjunnar.

Senda grein

Lesa meira
 

Stjórnlög án siðbótar - 6.12.2012

Hér ræði ég setningu nýrra stjórnlaga og viðvörunarorð formanns stjórnlagaráðs, Salvarar Nordal.

Senda grein

Lesa meira
 

Vígreifir sjálfstæðismenn - VG í kreppu - 25.11.2012

Hér er sagt frá prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík og vali á lista þeirra í NV-kjördæmi. Þá er einnig rætt um forval innan VG í SV-kjördæmi og Reykjavík.

Senda grein

Lesa meira
 

Nauðasamningar, ráðleysi og seðlabankinn - 17.11.2012

Hér segir frá umræðum á alþingi 15. nóvember þegar tveir ráðherrar svöruðu formönnum stjórnarandstöðuflokkana um nauðasamninga vegna Kaupþings og Glitnis. Þar var upplýst um undarlegt hlutverk Seðlabanka Íslands.

Senda grein

Lesa meira
 

Línur lagðar í fyrsta prófkjöri sjálfstæðismanna - 11.11.2012

Hér ræði ég úrslit fyrsta prófkjörs sjálfstæðismanna fyrir kosningarnar vorið 2013. Þar hélt Bjarni Benediktsson flokksformaður forystu. Hann er sáttur við niðurstöðuna en þó ekki alveg eins og vikið er að í pistlinum.

Senda grein

Lesa meira
 

Hrægammasjóðir sækja gegn Íslandi - 25.10.2012

Hér er rætt um hættuna af hrægammasjóðunum gagnvart þrotabúum bankanna.

Senda grein

Lesa meira
 

Skoðanakönnun leysir engan stjórnarskrárvanda - 21.10.2012

Hér ræði ég niðurstöðu í skoðankönnun um efni stjórnarskrártexta sem efnt var til laugardaginn 20. október.

Senda grein

Lesa meira
 

Kosningaspenna magnast í Bandaríkjunum - 11.10.2012

Á ferð minni meðal háskólamanna á austurströnd Bandaríkjanna hef ég engan hitt sem ætlar að kjósa Mitt Romney. Einn viðmælanda minna sagði að hann væri ákveðinn að veita Obama atkvæði sitt þótt hann væri ekki alls kostar ánægður með hann. Í pistlinum fjalla ég lítillega um stöðuna í kosningabaráttunni.

Senda grein

Lesa meira
 

Landsdómsmálið smánarblettur Jóhönnu - 2.10.2012

Hér fer ég nokkrum orðum um framvinduskýrslu um landsdómsmálið gegn Geir H. Haarde sem hefur verið lögð fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins.

Senda grein

Lesa meira
 

Sjálftaka í skjóli Jóhönnu - 27.9.2012

Hér ræði ég um formannsskipti í rannsóknarnefnd alþingis á falli sparisjóðanna, umræðurnar um tölvukerfi ríkisins, leyndarhyggju lögmanna og eftirlit með störfum slitastjórna. Á sinn hátt snúast þessi mál öll um sjálftöku og öll eru þau í skjóli Jóhönnu Sigurðardóttur sem kalla má drottningu sjálftökuliðsins vegna stjórnarhátta hennar.

Senda grein

Lesa meira
 

Óvæginn fréttaflutningur - stöðnuð jafnréttisumræða - 13.9.2012

Ég las með athygli viðtal Guðrúnar Guðlaugsdóttur blaðamanns við Kristin Ólason, fyrrverandi Skálholtsrektor, í Sunnudagsmogganum á dögunum og ræði það í pistlinum. Einnig nefni ég tvær erlendar bækur um hlut kvenna sem gefa til kynna að umræður séu gamaldags hér á landi um jafnréttismál.

Senda grein

Lesa meira
 

Glæsilegu flokksþingi repúblíkana lokið - 31.8.2012

Í pistlinum segi ég frá flokksþingi repúblíkana í Bandaríkjunum í vikunni og hvaða lærdóm má draga af því.

Senda grein

Lesa meira
 

Ögmundur á röngu róli - Skúli og ESB-karpið - 20.8.2012

Í pistlinum ræði ég þrjú pólitísk mál sem snerta Ögmund Jónasson innanríkisráðherra: bann við áfengisauglýsingum, „sænsku leiðina“ og innflytjendamál. Í þeim öllum tel ég hann á röngu róli. Þá ræði ég fullyrðingu Skúla Helgasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um að hér hafi í áratugi verið karpað um ESB. Hún stenst einfaldlega ekki.

Senda grein

Lesa meira
 

Þórsmörk og Almenningar – tvískinnungur í ráðningarmálum - 7.8.2012

Tvö mál eru reifuð í pistlinum: deilur vegna beitar í Almenningum í nágrenni Þórsmerkur og baktjaldamakk Steingríms J. Sigfússonar við ráðningu ráðuneytisstjóra í nýtt risaráðuneyti sem er að koma til sögunnar.

Senda grein

Lesa meira
 

Úrslitastund evru-samstarfs – brotið gegn ráðningarstefnu - 22.7.2012

Í pistlinum segi ég frá því að ástandið á evru-svæðinu versnar enn. Grikkir standa ekki við loforð sín og Spánverjar kvíða því sem þeirra bíður. Þá ræði ég þá furðulegu ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar að auglýsa ekki stöðu ráðuneytisstjóra í nýju risaráðuneyti. Færi ég rök að því að þar með brjóti hann ráðningarstefnu ríkisstjórnarinnar með samþykki Jóhönnu Sigurðardóttur.

Senda grein

Lesa meira
 

Úrræðaleysi vegna gjaldeyrishafta - hrakfarir í stjórnarskrármáli - 14.7.2012

Í pistlinum ræði ég ummæli Þorsteins Pálssonar um gjaldmiðilsmál og kröfu hans á hendur ESB-aðildarsinnum, þá rifja ég upp hrakfarir Jóhönnu Sigurðardóttur í stjórnarskrármálinu.

Senda grein

Lesa meira
 

Jóhanna í hremmingum vegna jafnréttismála - 24.6.2012

Hér ræði ég héraðsdóm frá 20. júní gegn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra vegna brota hennar á jafnréttislögunum.

Senda grein

Lesa meira
 

Síðasta þjóðhátíðarræða Jóhönnu á Austurvelli - 17.6.2012

Pistillinn í dag er skrifaður í tilefni af þjóðhátíðardeginum.

Senda grein

Lesa meira
 

Sjö ástæður til að hætta ESB-viðræðunum - 2.6.2012

Hér lít ég á stöðuna í ESB-viðræðunum og færi sjö ástæður fyrir því að þeim skuli hætt og ekki fram haldið án þess að þjóðin samþykki. Tvennt þarf til þess að þetta gerist að Jóhanna Sigurðardóttir hætti sem forsætisráðherra og tilkynning sé send til Brussel.

Senda grein

Lesa meira
 

Jóhanna leitar samninga við Hreyfinguna - ESB-málið hangir á bláþræði - 18.5.2012

Hér lít ég á stöðu stjórnmálanna 18. maí 2012 þegar ljóst er að fram fara viðræður milli stjórnarflokkanna og Hreyfingarinnar um leiðir til að halda stjórninni á floti fram til kosninga 2013. Framtíð ESB-viðræðnanna ræðst einnig í þessum stjórnarmyndunarviðræðum.

Senda grein

Lesa meira
 

Huang Nubo vegur að íslenskum stjórnvöldum - 6.5.2012

Framvindan í samskiptum íslenskra stjórnvalda við kínverska auðmanninn Huang Nubo er á þann veg að full ástæða er til að líta á málið í öðru samhengi en almennt um kaup útlendinga á fasteignum hér á landi.

Senda grein

Lesa meira
 

Ofstækisfull ákæra missir marks í landsdómi - 23.4.2012

Hér fjalla ég um dóm landsdóms í málinu gegn Geir H. Haarde sem féll í dag.

Senda grein

Lesa meira
 

Pólitískur rétttrúnaður í fréttum af ESB-viðræðum - 10.4.2012

Hér legg ég mat á rýrar frásagnir fjölmiðla af ESB-viðræðunum.

Senda grein

Lesa meira
 

Stjórnlagatillögur í tímaþröng - alþingi ber að stöðva málið - 28.3.2012

Jóhanna Sigurðardóttir hefur gert hverja atlöguna eftir aðra að stjórnarskránni. Þetta hefur verið dýr barátta. Úrslitaorrustan er háð núna á alþingi um ófullburða tillögur sem kastað skal fyrir þjóðina.

Senda grein

Lesa meira
 

Sarkozy, skjaldborgin, undirgefni Össurar - 13.3.2012

Hér ræði ég um stöðuna í frönsku forsetakosningabaráttunni og ber afstöðuna til ESB saman við þau viðhorf sem ráða í ríkisstjórn Íslands.

Senda grein

Lesa meira
 

Leiðrétting orða leiðir ekki til sýknu - 6.3.2012

Í dag var kveðinn upp dómur í meiðyrðamáli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Baugsmanns gegn mér vegna ritvillu í bók minni. Leiðrétting á henni dugði ekki til sýknu og mun Jón Magnússon hrl. áfrýja málinu fyrir mína hönd. Ég fer yfir dómsniðurstöðuna í pistli mínum.

Senda grein

Lesa meira
 

Meirihluti alþingis skilar auðu um stjórnarskrárbreytingar - kaupir Þór Saari til að bjarga ríkisstjórninni - 22.2.2012

Meirihluti alþingis samþykkti í dag furðulega tillögu um meðferð á tillögum stjórnlagaráðs - þingið vísar tillögunum óbreyttum til ráðsins og segist síðan ætla að skjóta því til þjóðarinnar.

Senda grein

Lesa meira
 

Vefsíða í 17 ár - tvískinnungur í ESB-viðræðum - 18.2.2012

Í pistlinum minnist ég 17 ára afmælis vefsíðu minnar. Ég ræði einnig um stöðuna í ESB-viðræðunum og tvískinnunginn sem einkennir hana.

Senda grein

Lesa meira
 

Pistlasafn