Pistlar

Kiljan – hamfarir – mannréttindi. - 28.12.2004

Í þessum pistli hrósa ég Hannesi Hólmsteini fyrir bók hans Kiljan, fjalla um hamfarirnar við Indlandshaf og segi frá blaðagreinum um mannréttindi og fjárlög.

Senda grein

Lesa meira
 

Evrópunefnd – hugmyndafræði í borgarmálum – brottflutningur – Bobby Fischer. - 19.12.2004

Hér ræði ég þau mál, sem hefur borið hæst hjá mér í vikunni en leyfi mér einnig að vitna til tveggja bréfa, sem mér bárust vegna umræðna um fjármál Reykjavíkurborgar og ábyrgðarleysi R-listans.

Senda grein

Lesa meira
 

Hælisleitendur – skattarnir og Össur – Þjóðarhreyfingin. - 12.12.2004

Hugur minn er við Silfur Egils, þar sem ég hitti Össur Skarphéðinsson í dag, en við skiptumst á skoðunum að minnsta kosti einu sinni á ári undir stjórn Egils Helgasonar. Þetta kann að þykja ágæt skemmtun í skammdeginu, en mér segir svo hugur, að minna sé horft á Silfur Egils en áður.

Senda grein

Lesa meira
 

Tungutækniverkefnið – til Rómar – spenna í Úkraínu. - 5.12.2004

Hér segi ég frá tungutækniverkefninu, sem lýkur um næstu áramót, lýsi nokkru af því, sem ég kynntist í Róm, og lít síðan stuttlega á spennuna í Úkraínu.

Senda grein

Lesa meira
 

Skattar lækka – barátta Guðmundar Sesars – norræn sakamál. - 28.11.2004

Hér segi ég frá fundi, sem Geir H. Haarde hélt um skattalækkanirnar og lít enn og aftur til þess, að R-listinn er að hækka skatta í Reykjavík. Ég segi frá tveimur nýjum bókum: baráttusögu Guðmundar Sesars og fjórða bindi af norrænum sakamálum.

Senda grein

Lesa meira
 

Málsvörn Matthíasar – varðskip og þyrlulæknar – sakleysingjar og DV. - 21.11.2004

Nú segi ég frá nýrri minningar- og málsvarnarbók eftir Matthías Johannessen, sem ég las mér til ánægju. Þá ræði ég um málefni Landhelgisgæslunnar og loks vík ég nokkrum orðum að DV og finn samhljóm milli áróðurs frá Novosti og Jónasar Kristjánssonar.

Senda grein

Lesa meira
 

Prag – Sakleysingjarnir - Interpol - 17.11.2004

Hér segi ég stuttlega frá afmælisferð til Prag, nýjustu bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar og heimsókn til Interpol.

Senda grein

Lesa meira
 

Nýr borgarstjóri – leyndarhyggja í orkuveitustjórn – nýir stjórnarhættir? - 10.11.2004

Vegna áhuga míns á R-listanum og stjórnmálum í borgarstjórn verð ég að skrifa auka-pistil í tilefni af því, að nýr borgarstjóri hefur verið valinn.

Senda grein

Lesa meira
 

Borgarstjóraóvissa. - 7.11.2004

Í dag helga ég pistilinn umræðunum um stöðu Þórólfs Árnasonar. Ég legg að vísu lítið nýtt til málanna, því að ég styðst við frásagnir fjölmiðla til að átta mig á því, sem er að gerast. Vonandi auðveldar það einhverjum hið sama.

Senda grein

Lesa meira
 

Sjálfsbókmenntir (?) – Kleifarvatn – Mýrdalsjökull. - 31.10.2004

Í pistlinum í dag ræði ég grein í Lesbók Morgunblaðsins - enn eina - um Hannes Hólmstein og Laxness. Þá segi ég frá nýjustu bók Arnalds Indriðasonar og loks ræði ég öryggi þeirra, sem búa í nágrenni Mýrdalsjökuls.

Senda grein

Lesa meira
 

Sjálfumgleði í borgarstjórn - EFTA-dómstóll - bresk blöð. - 24.10.2004

Í fyrsta hluta pistlisins segi ég frá síðasta borgarstjórnarfundi, þá segi ég frá málþingi um EFTA-dómstólinn 10 ára og loks frá því, sem ég las í bresku blaði um bresku blöðin í lestarferð minni frá Lúxemborg til Brussel í dag.

Senda grein

Lesa meira
 

Köld kveðja – varastjórnstöð – borgarstjóri – verkfallsábyrgð. - 16.10.2004

Pistillinn er sendur frá Hótel KEA á Akureyri að þessu sinni en ég lít tll þess, að Jón Steinar er sestur í hæstarétt, lögreglustöðin á Akureyri hefur verið endurnýjuð með nýrri stjórnstöð, borgarstjóra er lýst sem skrautfjöður og ranglega er reynt að beina ábyrgð á lausn kennaraverkfalls á ríkið.

Senda grein

Lesa meira
 

Hryðjuverk – dómaraval – mannréttindi – lýðræði. - 10.10.2004

Töluverður hluti þess sem ég set hér inn í dag er á ensku, því að ég vitna í kappræður þeirra George W. Bush og John F. Kerry vegna forsetakosninganna, einnig ræði ég um fjárveitingu Mannréttindaskrifstofu Íslands og loks um ráðstefnu Morgunblaðsins um lýðræði.

Senda grein

Lesa meira
 

Jón Steinar í hæstarétt – málsvörn þingforseta – loftslagsbreytingar. - 3.10.2004

Hér fjalla ég um skipan Jóns Steinars í hæstarétt, merka ræðu Halldórs Blöndals við setningu alþingis og ábendingar forseta Íslands vegna hættunnar af loftslagsbreytingum og nýlega grein eftir aðlaforstjóra BP um málð.

Senda grein

Lesa meira
 

Hátíð í París – stjórnsýsludómstóll – Dan Rather –  umferðarvandi R-listans. - 25.9.2004

Í dag rifja ég upp afskipti mín af menningarkynningunni, sem er að hefjast í París en aðdragandann má rekja 5 ár aftur í tímann. Þá segi ég frá málþingi Lögfræðingafélagsins, ræði um skoðanir og sannleika í fjölmiðlum og vanda R-listans vegna mislægra gatnamóta.

Senda grein

Lesa meira
 

Nýr forsætisráðherra - fjarskipti og útvarp - öryggissamfélag við Bandaríkin - 19.9.2004

Þetta hafa verið viðburðaríkir dagar í stjórnmálunum, enda höfum við fengið nýjan forsætisráðherra í góðri sátt okkar, sem að ríkisstjórninni stöndum. Deilt er um síma og útvarp auk þess sem breyting verður á ritstjórn Fréttblaðsins, og þá var varpað fræðilegu ljósi á varnarsamtarf okkar við Bandaríkin.

Senda grein

Lesa meira
 
Ríkisstjórnarfundur 14. september 2004

Breytingar við ríkisstjórnarborðið - 14.9.2004

Hér segi ég frá því, að ég hef lýst mig vanhæfan til að skipa hæstaréttardómara, einnig fjalla ég um þau tímamót, þegar Davíð Oddsson hættir sem forsætisráðherra.

Senda grein

Lesa meira
 

Stjórnmál, viðskiptalíf og  pólitískt hviklyndi. - 12.9.2004

Hér fjalla ég um svipað efni og ég reifaði í ræðu minni á Hólum fyrir nokkrum vikum - það er hvaða kvarða á að nota til að meta störf og stefnu stjórnmálamanna. Sé litið á þá sem talsmenn einstakra fyrirtækja, eru umræður á villigötum.

Senda grein

Lesa meira
 

Flokksþingum lokið - „brjóstgóð“ stjórnmálastefna - ráðhúsflóttinn. - 4.9.2004

Að þessu sinni lít ég til flokksþings repúblíkana, sem lauk í New York á fimmtudag, ræði um frjálslynda íhaldsstefnu og félagshyggju og lít loks inn í ráðhús Reykjavíkur, þar sem sagt er að klíka hafi náð völdum en embættismenn reyna að flýja.

Senda grein

Lesa meira
 

Þingvellir og Þjóðminjasafn - Ólafs lykillinn - 29.8.2004

Hér vík ég að hinni hátíðlegu athöfn á Þingvöllum í gær við afhjúpun heimsminjamerkis staðarins, þá ræði ég það átak, sem gert hefur verið í málefnum Þjóðminjasafnsins og síðan lít ég til sannleika og skáldskapar.

Senda grein

Lesa meira
 

Kveðja frá Slóveníu - Ólympíuland? - 23.8.2004

Ég geng frá þessum texta inn á netið í lítla slóvenska alpa- og skíðabænum Kranjska Gora en þar gat ég sett hann inn á netið á góðu pensjónati - tengingin heppnaðist þar en ekki í hinum vinsæla ferðamannabæ Bled.

Senda grein

Lesa meira
 

Útleggingar á Hólaræðu - 18.8.2004

Hér tek ég saman nokkuð af því, sem fjölmiðlar eða fjölmiðlamenn hafa sagt vegna ræðunnar, sem ég flutti á Hólum í Hjaltadal sunnudaginn 15. ágúst. Jafnframt segi ég stuttlega álit mitt á þeim ummælum.

Senda grein

Lesa meira
 

Fjölmiðlaspuni - skattaumræður - stjórn fiskveiða. - 7.8.2004

Hér drep ég á nokkur mál, sem eru til umræðu í fjölmiðlum um þessar mundir og ræði meðal annars efnistökin, þá minnist ég á umræður um skattamál vegna orða ritstjóra Frjálsrar verslunar og loks segi ég frá ritdómi í The Spectator um ofveiði og stjórn fiskveiða.

Senda grein

Lesa meira
 

Öryggi um verslunarmannahelgi og í Bandaríkjunum. - 2.8.2004

Hér fjalla ég um viðbúnað lögreglu vegna verslunarmannahelgarinnar, viðbrögð við vá og afstöðu forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum.

Senda grein

Lesa meira
 

Vefsíðan og sagan. - 24.7.2004

Hér gerist ég innhverfur og rifja upp fæðingu síðunnar bjorn.is. Ég verð að styðjast við rafræn gögn, því að hvorki er til fæðingarvottorð né skráning í kirkjubækur! Einnig minni ég á tregðu marxista til að segja söguna alla.

Senda grein

Lesa meira
 

Enn kaflaskil í fjölmiðlamáli. - 20.7.2004

Ákvað að festa þetta á síðuna mína sama dag og atburðir gerðust, svo að það lægi fyrir í stórum dráttum, hver er þróun málsins í mínum huga.

Senda grein

Lesa meira
 

Enn um fjölmiðlalög - í Hvíta húsinu - um söguskoðun. - 18.7.2004

Ég kemst ekki hjá því að ræða um fjölmiðlalögin, auk þess rifja ég upp, þegar ég fór í Hvíta húsið með föður mínum fyrir 40 árum og loks lít ég á grein í Sögu um þáttagerð og söguskoðanir.

Senda grein

Lesa meira
 

Að lokinni Kínaferð - litið á Baugstíðindin. - 10.7.2004

Í pistlinum í dag fer ég nokkrum orðum um ferðina til Kína, þótt lengri tíma en þann, sem liðin er, frá því að henni lauk, til að melta allt, sem fyrir augu bar. Þá staldra ég við það, sem vakti mig til umhugsunar, þegar ég fletti Baugstíðindum eftir heimkomuna.

Senda grein

Lesa meira
 

Brellufrétt um ekki neitt - 6.7.2004

Ég verð að halda þessu til haga, sem hér birtist, þar sem síðan mín kemur enn við sögu og eitt orð á henni verður að þúfu, sem veltir heldur skrýtnu hlassi.

Senda grein

Lesa meira
 

Þingvellir á heimsminjaskrá - 4.7.2004

Þennan pistil skrifaði ég í Sozhou í Kína daginn eftir að Þingvellir höfðu verið samþykktir á heimsminjaskrá UNESCO. Vistaði textann þó ekki á síðuna, fyrr en ég kom til Peking síðdegis 4. júlí

Senda grein

Lesa meira
 

Pistlasafn