Pistlar

Að loknum landsfundi. - 30.3.2003

Hér segi ég frá síðasta degi 35. landsfundarins. Glæsilegu formannskjöri Davíðs Oddssonar og muninum á skatta- og skuldastjórn ríkisins undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og Reykjavíkurborgar undir stjórn R-listans.

Lesa meira

Af landsfundi. - 29.3.2003

Í þessum pistli segi ég lítillega frá störfum 35. landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem haldin er nú í vikulokin.

Lesa meira

Áróðursstríðið - íslenski vinkillinn - Samfylking til vinstri. - 23.3.2003

Hér ræði ég um áróðursstríðið vegna átakanna í Írak og vitna meðal annars í Garry Kasparov, heimsmeistara í skák. Þá lít ég á íslenska vinkilinn, það er deiluna um Ísland í hópi liðsríkja Bandaríkjanna og Bretlands og loks ræði ég ákvörðun Samfylkingarinnar um að stilla sér við hlið vinstri/grænna, það hefði Alþýðuflokkurinn aldrei gert.

Lesa meira

Málþing um Veru - þingslit - deilt um laganám. - 16.3.2003

Vera Hertzsch, barnsmóðir Benjamíns H. J. Eiríkssonar, hefur lengi verið umræðuefni meðal Íslendinga. Ég segi hér frá málþingi um hana , einnig ræði ég þingslitin og deilur um rétt háskóla til að útskrifa lögfræðinga, sem geta aflað sér réttinda sem héraðsdómslögmenn.

Lesa meira

Lögin og borgarstjóri - Borgarnesræðan - 8.3.2003

Hér lýsi ég orðaskiptum okkar Þórólfs Árnasonar borgarstjóra um það, þegar hann fór rangt með efni samskipta Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytisins. Einnig ræði ég ræðuna, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flutti í Borgarnesi 10. febrúar, 2003, og markaði upphaf hlutverks hennar sem talmsmanns Samfylkingarinnar.

Lesa meira

Traust stjórn - sigur Vöku - blað án hirðis? - 2.3.2003

Kosningaferðir út á land eru að hefjast. Hin trausta og góða staða í efnahagsmálum nýtur viðurkenningar. Tækifærin framundan eru augljós en ákvörðun kjósenda ræður, hvort þau verða skynsamlega nýtt. Vaka sigaðri glæsilega og Fréttablaðið minnir á gamaldags flokksblað.

Lesa meira