Pistlar

Sjálfsbókmenntir (?) – Kleifarvatn – Mýrdalsjökull. - 31.10.2004

Í pistlinum í dag ræði ég grein í Lesbók Morgunblaðsins - enn eina - um Hannes Hólmstein og Laxness. Þá segi ég frá nýjustu bók Arnalds Indriðasonar og loks ræði ég öryggi þeirra, sem búa í nágrenni Mýrdalsjökuls.

Senda grein

Lesa meira
 

Sjálfumgleði í borgarstjórn - EFTA-dómstóll - bresk blöð. - 24.10.2004

Í fyrsta hluta pistlisins segi ég frá síðasta borgarstjórnarfundi, þá segi ég frá málþingi um EFTA-dómstólinn 10 ára og loks frá því, sem ég las í bresku blaði um bresku blöðin í lestarferð minni frá Lúxemborg til Brussel í dag.

Senda grein

Lesa meira
 

Köld kveðja – varastjórnstöð – borgarstjóri – verkfallsábyrgð. - 16.10.2004

Pistillinn er sendur frá Hótel KEA á Akureyri að þessu sinni en ég lít tll þess, að Jón Steinar er sestur í hæstarétt, lögreglustöðin á Akureyri hefur verið endurnýjuð með nýrri stjórnstöð, borgarstjóra er lýst sem skrautfjöður og ranglega er reynt að beina ábyrgð á lausn kennaraverkfalls á ríkið.

Senda grein

Lesa meira
 

Hryðjuverk – dómaraval – mannréttindi – lýðræði. - 10.10.2004

Töluverður hluti þess sem ég set hér inn í dag er á ensku, því að ég vitna í kappræður þeirra George W. Bush og John F. Kerry vegna forsetakosninganna, einnig ræði ég um fjárveitingu Mannréttindaskrifstofu Íslands og loks um ráðstefnu Morgunblaðsins um lýðræði.

Senda grein

Lesa meira
 

Jón Steinar í hæstarétt – málsvörn þingforseta – loftslagsbreytingar. - 3.10.2004

Hér fjalla ég um skipan Jóns Steinars í hæstarétt, merka ræðu Halldórs Blöndals við setningu alþingis og ábendingar forseta Íslands vegna hættunnar af loftslagsbreytingum og nýlega grein eftir aðlaforstjóra BP um málð.

Senda grein

Lesa meira
 

Pistlasafn