Pistlar

Valtýr – viðvörun Jakobs. - 27.12.2003

Hér segi ég frá því sem hjá mér vaknaði við lestur á ágætri bók Jakobs F. Ásgeirssonar um Valtý Stefánsson, ritstjóra Morgunblaðsins. Ættu allir áhugamenn um íslenska fjölmiðlun að lesa þessa bók. Lesa meira

Qi gong myndband – eftirleikur eftirlaunamáls – ásakanir um meiðyrði – óheillaverk við Aðalstræti. - 21.12.2003

Þótt jólin nálgist, held ég mig veraldlegri mál í pistlinum í dag eins og heiti hans gefur til kynna. Að vísu er qi gong góð leið til að hverfa frá daglegu amstri á vit lífsorkunnar og yrði margt betra, ef fleiri veldu þá aðferð til að létta sér lífsgönguna.

Lesa meira

Misheppnaður herleiðangur vegna eftirlauna. - 13.12.2003

Í allan dag sat ég á alþingi og hlustaði á umræður um eftirlaunamál ráðherra og þingmanna. Pistilinn sækir efni sitt til þess máls og ályktana minna af umræðunum og framgöngu verkalýðshreyfingar, fjölmiðlamanna og stjórnarandstöðunnar.

Lesa meira

Málsvörn fyrir Línu.net - stórmál á þingi - enn um hljóðvarpið. - 7.12.2003

Hér ræði ég um umræður í borgarstjórn um fjárhagsáætlun fyrir Reykjavíkurborg, segi frá málum á þingi og afstöðu samfylkingarfólks til HHí og fjalla síðan enn um fréttaflutning hljóðvarps ríkisins.

Lesa meira

Blair í vanda - spenna innan ESB - landamæraeftirlit, vændi og mansal. - 30.11.2003

Í þessum pistli lýsi ég þeim áhrifum, sem ég varð fyrir á ferðum  til Brussel í vikunni og til sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, auk þess að víkja að málum, sem hafa verið ofarlega á baugi í umræðum hér á landi og snerta vörslu við landamæri.

Lesa meira

Styrkur Davíðs - vandræði Gunnars Smára - samsærið og Borgarnesræðan. - 22.11.2003

Í þessum pistli lít ég til atburða síðustu daga í viðskiptalífinu, þar sem umræður um kaupréttarsamning æðstu manna Kaupþings/Búnaðarbanka hafa borið hæst. Skoða ég málið í tengslum við afstöðu Fréttablaðsins og hina alræmdu Borgarnesræðu.

Lesa meira

Sviptingar í fjölmiðlun - 16.11.2003

Hér litið til sviptinga í íslenskum fjölmiðlaheimi og ummæla alþjóðlegra blaðakónga um blöð og stjórnmál.

Lesa meira

Schengen í Brussel - vandræðamál í London - 8.11.2003

Í pistlinum segi ég frá ráðherrafundi um Schengen-málefni Brussel auk þess sem ég fer orðum um það, sem bar hæst í bresku blöðunum, þegar ég fór í gegnum London.

Lesa meira

Morgunblaðið 90 ára - Samfylkingarfundur - 2.11.2003

Í tilefni af 90 ára afmæli Morgunblaðsins rifja ég upp nokkrar minningar mínar, sem tengjast blaðinu. Einnig lít ég á fréttir af landsfundi Samfylkingarinnar og umræður um ágreining innan hennar.

Lesa meira

Ánægjuleg viðurkenning. - 29.10.2003

Í dag var vefsíðan mín, bjorn.is, valin besti einstaklingsvefurinn af íslensku vefakademíunni á grundvelli um 10.000 tilnefninga á vef Vefsýnar www. vefsyn.is

Lesa meira

Þjóðkirkjuumræður - málfrelsi - í gerviheimi - 25.10.2003

Í þessum pistli vík ég að umræðum um kirkjuleg málefni í viku kirkjuþings og lít einnig til Danmerkur, held áfram að ræða ást vinstrisinna á málfrelsinu og lít inn í gerviheim herstöðvaandstæðinga.

Lesa meira

Misheppnað upphlaup - aðför í Aðalstræti – sérkennileg blaðamennska – hræsni. - 19.10.2003

Í þessum pistli fjalla ég um nýja öryrkjadóminn og misheppnað upphlaup stjórnarandstöðunnar vegna hans, þá ræði ég um aðför R-listans að landnámsminjum í Aðalstræti, skrif Fréttablaðsins um bréf Markúsar Arnar og hræsnina í Ingibjörgu Sólrúnu, þegar hún hneykslast á því á þingi, að meirihlutinn ráði.

Lesa meira

Hryðjuverk og spilling – norræn tölfræði – sigur Schwarzeneggers - 12.10.2003

Í þessum pistli segi ég frá ferð til Sófíu, höfuðborgar Búlgaríu, þar sem stjórnvöld eru að keppast við að koma þjóðinni upp úr niðurlægingu kommúnismans. Lýsi stöðu okkar Íslendinga meðal þjóða heims við mat á spillingu og í nýrri norrænni tölfræðiárbók og ræði loks um kjörið á nýjum ríkisstjóra Kaliforníu.

Lesa meira

OR-bruðl, Spegillinn, stytting framhaldsskólans, dómarar og lagasetning, stefnuræðan. - 5.10.2003

Víða er komið við í pistlinum í dag. Vert er að benda á, að innan R-listans vaxa efasemdir um fjárfestingarstefnu Orkuveitu Reykjavíkur. Þá er vikið að hinni vinstrisinnuðu skuggsjá fréttastofu hljóðvarps ríkisins, minnt á álitaefni vegna styttingar framhaldsskólans, vikið að umræðum um meinta gagnrýni mína á mannréttindadómstólinn og loks rætt um lekann á stefnuræðunni.

Lesa meira

Umskipti í viðskiptalífi – þing kemur saman. - 28.9.2003

Í þessum pistli fjalla ég lítillega um umskiptin í íslensku viðskiptalífi en þau munu vafalaust setja svip sinn á umræður á alþingi, sem verður sett 1. október næstkomandi.

Lesa meira