Pistlar

Við áramót 2006. - 31.12.2006

Ég ræði um alþjóðavæðinguna með það sjónarmið Bertrands Russels að leiðarljósi, að hinir skynsömu eigi undir högg að sækja andspænis fíflum og öfgamönnum.

Senda grein

Lesa meira
 

Boðskapur jólanna - John Main og hugleiðslan - 24.12.2006

Aðfangadagur jóla er góður til að huga að öðru en daglegu amstri og í pistlinum er litið til samvista við jólabarnið og almættið.

Senda grein

Lesa meira
 

Harmsaga Alþýðubandalagsins - máttlítil siðavöndun. - 16.12.2006

Ég vík að grein um Hafskipsmálið í nýjasta hefti Þjóðmála, ræði enn um bók Margrétar Frímannsdóttur og viðbrögð við henni og loks segi ég álit mitt á siðavöndun þeirra Egils Helgasonar og Illuga Jökulssonar.

Senda grein

Lesa meira
 

Uppgjör Margrétar - kaldar kveðjur. - 10.12.2006

Hér segi ég frá bók Margrétar Frímannsdóttur og ræði hugmyndirnar að baki ósk Ingibjargar Sólrúnar um rannsóknarnefnd þingmanna á hleranamálinu.

Senda grein

Lesa meira
 

Enn um hleranamálið. - 2.12.2006

Þar sem ég tel, að tekið sé að fjara hressilega undan umræðum um hleranamálið, kýs ég að skrifa einn pistil enn um efnið, áður en það er orðið um seinan. 

Senda grein

Lesa meira
 

Framsókn, utanríkismálin og framsýni Björgólfs Thors. - 26.11.2006

Íraksmálið vakti mesta athygli fjölmiðla við að hlusta á miðstjórnarræðu Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins. Ég fer orðum um ræðuna, Íraksmálið, sölu Björgólfs Thors á símafyrirtæki í Tékklandi og utanríkisstefnu framsóknarmanna.

Senda grein

Lesa meira
 

Norðmenn og varnir Íslands. - 19.11.2006

Hugleiðingin sem hér birtist er sprottin af lestri greinar í Morgunblaðinu 19. nóvember: Nýtt varnarsamstarf í Norðurhöfum.

Senda grein

Lesa meira
 

Prófkjör - upphlaup frjálslyndra - kosningar í Bandaríkjunum. - 12.11.2006

Hér ræði ég lítillega úrslit prófkjara, upphlaup frjálslyndra í útlendingamálum og úrslit þingkosninga í Bandaríkjunum.

Senda grein

Lesa meira
 

Varnir Íslands – stefnuleysi Samfylkingar – orkuöryggisstefna - 5.11.2006

Hér segi ég frá umræðum um öryggis- og varnarmál á fundi Alþjóðasmafélagsins, stefnuleysi Samfylkingarinnar í þessum málum og aðgerðaleysi undir stjórn Jóns Baldvins og loks frá ráðstefnu sem hér var haldin 2. nóvember um öryggi siglinga á Norður-Atlantshafi og gildi þess fyrir alþjóðlega orkuöryggisstefnu.

Senda grein

Lesa meira
 

Að prófkjöri loknu. - 29.10.2006

Hér ræði ég um prófkjörið, aðdraganda þess og úrslitin.

Senda grein

Lesa meira
 

Jón Baldvin og Guðni Th. í Morgunblaðinu. - 28.10.2006

Ég geri hér stuttan samanburð á greinum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Guðna Th. Jóhannessonar í Morgunblaðinu í dag en báðir fjalla þeir um stóra hlerunarmálið og minnast á minn hlut í því.

Senda grein

Lesa meira
 

Öryggi, sagnfræði og pólitískt skítkast. - 22.10.2006

Hér ræði ég um fund okkar Geirs H. Haarde í gær um öryggismál, Jón Baldvin Hannibalsson, Þór Whitehead, Ögmund Jónasson, Guðmund Magnússon, Guðna Th. Jóhannesson og Össur Skarphéðinsson.

Senda grein

Lesa meira
 

Höfðafundurinn – hleranir. - 15.10.2006

Hér ræði ég lítillega um Höfðafundinn í tilefni af 20 ára afmæli hans og einnig um hleranir vegna orða Jóns Baldvins Hannibalssonar.

Senda grein

Lesa meira
 

Kosningabaráttan hafin - áfellisdómur yfir fjármálastjórn R-listans. - 8.10.2006

Hér segi ég frá því, hve margir tóku þátt í því í dag að opna kosningaskrifstofu mína. Einnig ræði ég áfellisdóm KPMG yfir fjármálastjórn R-listans.

Senda grein

Lesa meira
 

Prófkjör og stjórnmálastraumar. - 1.10.2006

Hér ræði ég upphaf prófskjörsbaráttu, átök innan jafnaðarmannaflokka, varnarmál og stimpla spunameistara.

Senda grein

Lesa meira
 

Ritgerð Þórs – Staksteinar og umræðuvenjur. - 23.9.2006

Hér ræði ég grein dr. Þórs Whiteheads í nýjasta hefti Þjóðmála og segi lítillega frá kynnum mínum af Kremlverjum. Einnig birti ég Staksteina Morgunblaðsins frá 22. september og legg út af þeim.

Senda grein

Lesa meira
 

Kosningaskjálfti í flokkum - stjórnarskipti í Svíþjóð. - 17.9.2006

Nú dregur að því, að flokkarnir ákveði framboðslista sína fyrir þingkosningarnar næsta vor. Vík ég að því í pistli mínum og úrslitum sænsku kosninganna, sem leiða til stjórnarskipta.

Senda grein

Lesa meira
 

Borgarmál, Strætó og Björk. - 9.9.2006

Í þessum pistli fjalla ég um borgarmál eftir langt hlé.

Senda grein

Lesa meira
 

Fjórir leiðarar - uppreist æru - leyniþjónusta. - 3.9.2006

Í pistilnum í dag birti ég fjóra leiðara úr jafnmörgum blöðum um málefni sem eru á mínu borði sem dómsmálaráðherra. Ég fer nokkrum orðum um leiðarana og auk þess ræði ég orðið leyniþjónusta.

Senda grein

Lesa meira
 

Risaskip við Ísland – öryggismálaumræður. - 27.8.2006

Hér vek ég athygli á ummælum Trausta Valssonar prófessors um ferðir risaskipa við Ísland og minnist á umræður um öryggismál, þegar ég fór fyrst í framboð 1991 og nú þegar dregur að upphafi fimmta kjörtímabils míns.

Senda grein

Lesa meira
 

Kveðjuræða Halldórs og utanríkis- og öryggismálin. - 21.8.2006

Halldór Ásgrímsson flutti kveðjuræðu sína sem formaður Framsóknarflokksins 18. ágúst. Hér ræði ég lítillega orð hans um utanríkis- og öryggismál.

Senda grein

Lesa meira
 

Niflungahringur - hryðjuverk - Grass. - 13.8.2006

Pistillinn er skrifaður frá Bayreuth-hátíðinni og ber því þýskt yfirbragð.

Senda grein

Lesa meira
 

Fríblöð í Danmörku - enn um umræðuhefðina. - 6.8.2006

Brátt verður farið að dreifa fríblöðum í póstkassa Dana og vísa ég til þess í fyrri hluta pistilsins. Í seinni hlutanum huga ég enn að því, hvernig Guðni Elísson kýs að skilja það, sem ég skrifa.

Senda grein

Lesa meira
 

Málsvörn fyrir þjóðaröryggi - málsvörn fyrir vinstrisinna. - 29.7.2006

Fyrri hluti pistilsins er að mestu leyti tilvitnanir í Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 23. júlí sl. og leiðara Fréttablaðsins 26. júlí sl. en í báðum tilvikum er fjallað um málefni lögreglunnar. Síðari hlutinn er svar mitt við afbökun og útúrsnúningum Guðna Elíssonar bókmenntafræðings á Lesbókargrein minni um kalda stríðið.

Senda grein

Lesa meira
 

Stríð um Líbanon. - 24.7.2006

Í pistlinum í dag fjalla ég lítillega um stríðið um Líbanon, það er um það, hvort Hizbollah eigi að hafa þar aðstöðu til árása á Ísrael.

Senda grein

Lesa meira
 

Þingvallaganga – farsímakort – ákvörðun Guðna - stefnubreyting Samfylkingar. - 15.7.2006

Pistillinn er nokkuð langur í dag en efnið er einnig fjölbreytt. Ég segi frá störfum Þingvallanefndar og göngu um þjóðgarðinn sl. fimmtudag 13. júlí, ræði um skráningu á svonefndum frelsiskortum, ákvörðun Guðna Ágústssonar í forystumálum framsóknar og síðan um stefnubreytingu innan Samfylkingar í garð okkar sjálfstæðismanna.

Senda grein

Lesa meira
 

Varnarviðræður, sagan og EES-samningurinn - 9.7.2006

Ég minnist á varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna og hverf aftur til ársins 1983, þegar efling Keflavíkurstöðvarinnar var mest á dagskrá. Þá hrek ég þá bábilju, að Samfylkingin hafi gert EES-samninginn.

Senda grein

Lesa meira
 

Vandasamar umræður – Samfylking í frjálsu falli. - 1.7.2006

Í fyrri hluta pistilsins hef ég tekið saman umræður um matsskýrslu sérfræðinga Evrópusambandsins um hryðjuverkavarnir í landinu. Í síðari hlutanum segi ég frá hinu frjálsa falli Samfylkingarinnar samkvæmt skoðanakönnunum.

Senda grein

Lesa meira
 

Viðburðarík vika. - 18.6.2006

Hér ræði ég tvo stórviðburði í stjórnmálunum - nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur undir forystu Vihjálms Þ. Vilhjálmssonar og nýja ríkisstjórn undir forsæti Geirs H. Haarde.

Senda grein

Lesa meira
 

Eldskírn Geirs - innistæðulaus hneykslan. - 10.6.2006

Í pistlinum í dag segi ég frá aðdraganda þess, að Geir H. Haarde tekur við embætti forsætisráðherra og ræði innistæðulausa hneykslan Ingibjargar Sólrúna.

Senda grein

Lesa meira
 

Pistlasafn