3.2.2024

Vonir bundnar við kjarasamninga

Morgunblaðið, laugardagur, 3. febrúar 2024

Von­ir eru enn um að kjara­samn­ing­ar tak­ist í þess­ari lotu núna milli margra verka­lýðsfé­laga og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og til verði sam­flot inn­an Alþýðusam­bands Íslands sem hefði mót­andi áhrif á alla aðra sem enn eru með ógerða samn­inga.

Það ýtti und­ir að aðilar næðu sam­an um ein­hvers kon­ar blandaða leið að vísi­tala neyslu­verðs lækkaði óvænt í janú­ar vegna sveiflu­bund­inna liða sam­hliða því sem greina mátti það sem Ari­on-banki sagði „afar já­kvætt“ að und­ir­liggj­andi verðbólga virt­ist vera að drag­ast sam­an og gæfi það til­efni til auk­inn­ar bjart­sýni.

Þjóðarskút­an er með öðrum orðum enn einu sinni á stað þar sem sjá má til lands en leiðin til lands kann enn að verða erfið. Taka þarf til­lit til margra váboða og all­ir verða að leggj­ast á ár­arn­ar und­ir styrkri for­ystu þeirra sem standa við stjórn­völ­inn.

Þetta er gam­al­kunn lýs­ing vegna þess að hún höfðar til reynslu þjóðar­inn­ar í bráð og lengd. Hér var fyr­ir tveim­ur vik­um lýst dæm­um um rétt viðbrögð við því þegar hraun rann inn í Grinda­vík. Þau hafa dugað til að bjarga má mikl­um verðmæt­um í mannauðum hús­um bæj­ar­ins og von­ir lifa um að fólk fái leyfi til flytj­ast þangað aft­ur og byggð dafni að nýju á eig­in afli.

Þegar rætt er um verðbólg­una og kjara­samn­inga er ekki síður óvissa en vegna jarðeld­anna. Á stjórn­mála­vett­vangi spá auðvitað all­ir í spil­in.óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á alþingi sitja nokkr­ir ráðherr­ar í þingsaln­um og svara spurn­ing­um hver á sínu verksviði án þess að vita fyr­ir fram um hvað verði spurt.

Images-1-

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, nýr fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, var til svara í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma 19. októ­ber, á þriðja degi eft­ir að hún tók við embætt­inu. Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, beindi til henn­ar spurn­ing­um.

Frá því að Kristrún hóf beina þátt­töku í stjórn­mál­um og síðan sem formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur hún sagt embætti fjár­málaráðherra „valda­mestu stöðu í ís­lensku efna­hags­lífi“. Hún sneri sér til nýja ráðherr­ans, flutti heilla­ósk­ir og sagði að í manna­breyt­ing­um gætu fal­ist mik­il tæki­færi ef þeim fylgdu raun­veru­lega breytt­ar áhersl­ur.

Sjálf hef­ur Kristrún varpað göml­um stefnu­mál­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um ESB og nýja stjórn­ar­skrá fyr­ir róða, breytt heiti flokks­ins og flokks­merk­inu. Nú hvatti hún nýja fjár­málaráðherr­ann til að hafa „kjark og styrk til að taka upp raun­veru­lega breytt­ar áhersl­ur, ekki síst í bar­átt­unni við verðbólgu og vexti“.

Þegar Kristrún rök­studdi óund­ir­búnu fyr­ir­spurn­ina til Þór­dís­ar Kol­brún­ar sagði hún að ráðherr­ann „gæti haft áhrif strax í dag á verðbólgu­vænt­ing­ar með af­drátt­ar­lausri yf­ir­lýs­ingu um að nú verði verðbólg­an tek­in al­var­lega með viður­kenn­ingu á því að viður­eign­in við verðbólg­una hef­ur ekki gengið nógu vel og að það gangi ekki að bjóða bara upp á meira af því sama“.

Kristrún sakaði Bjarna Bene­dikts­son um að hafa dregið úr eig­in trú­verðug­leika sem fjár­málaráðherra með full­yrðingu um „að það væri ekki hlut­verk rík­is­fjár­mál­anna að vinna bug á verðbólg­unni“. Hann hefði í raun ýtt „und­ir meiri verðbólgu en ella“ með orðum sín­um. Taldi Kristrún það ágæt­is byrj­un hjá nýja fjár­málaráðherr­an­um að draga þessi orð til baka og „lýsa því yfir full­um fet­um að það sé víst hlut­verk rík­is­stjórn­ar­inn­ar að vinna bug á verðbólgu og end­ur­heimta hér efna­hags­leg­an stöðug­leika“.

Þessi orðræða rist­ir ekki djúpt. Hún er dæmi um út­úr­snún­ing í því skyni að slá póli­tísk­ar keil­ur. Að sjálf­sögðu skipta ákv­arðanir í rík­is­fjár­mál­um miklu þegar spornað er gegn verðbólgu og þar ráða kjara­samn­ing­ar einnig miklu. Á þeim sem taka ákv­arðanir á póli­tísk­um vett­vangi eða með gerð kjara­samn­inga hvíla þó ekki lög­bundn­ar kvaðir eins og á Seðlabank­an­um.

Í lög­um um Seðlabanka Íslands stend­ur skýr­um stöf­um að hann skuli „stuðla að stöðugu verðlagi, fjár­mála­stöðug­leika og traustri og ör­uggri fjár­mála­starf­semi“. Bank­an­um sé „heim­ilt með samþykki ráðherra að lýsa yfir tölu­legu mark­miði um verðbólgu“ og hann skuli „stuðla að fram­gangi stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í efna­hags­mál­um, enda telji hann það ekki ganga gegn mark­miðum bank­ans“.

Þór­dís Kol­brún svaraði for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og sagði hluta verðbólgu­vand­ans vera að fólk þyrfti auðvitað að trúa því að stjórn­völd mundu ná tök­um á verðbólg­unni. Þá væru kjaraviðræður „risa­stórt verk­efni“ sem hefði „meiri hátt­ar áhrif“ á hvernig verðbólga þróaðist og hvort við sem sam­fé­lag vær­um til­bú­in að gera það sem þyrfti til að ná tök­um á henni. Ráðherr­ann sagði að væri fólk í mik­illi óvissu og tryði því ekki að verðbólga myndi lækka yrði erfitt að sann­færa fé­lags­menn launþega­sam­taka um hóf­lega launa­hækk­un í krónu­töl­um og að betra væri að ná fram sparnaði fyr­ir fjöl­skyld­ur með lækk­andi vaxta­kostnaði frek­ar en að hækka krónu­tölu launa sem síðan yrði að engu á verðbólgu­báli. Þetta væri þó verk­efnið. Ráðherr­ann sagðist skilja sína ábyrgð og hún myndi leita til allra sem vildu vinna að þessu mark­miði: „Vegna þess að ég trúi því raun­veru­lega að þetta sé hægt,“ sagði Þór­dís Kol­brún.

Fyr­ir rúmri viku gerðu þær at­lögu að fjár­málaráðherra með óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um Pírat­inn Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir og Viðreisn­ar­formaður­inn Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir. Er­indi þeirra beggja var að ala á tortyggni í garð rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna kjara­mál­anna. Þór­dís Kol­brún lét ekki hagg­ast held­ur sagði rík­is­stjórn­ina bíða niður­stöðu samn­ingsaðila og að stjórn­in vildi að ábyrg­um lang­tíma­kjara­samn­ing­um yrði náð.