23.8.2019

Stjórnarleiðtogar á faraldsfæti

Morgunblaðið, föstudagur, 23. ágúst 2019


Fund­ur for­sæt­is­ráðherra Norður­land­anna með Ang­elu Merkel Þýska­landskansl­ara hér í Reykja­vík dag­ana 19. og 20. ág­úst bar annað og friðsam­legra yf­ir­bragð en orðin sem flugu á sama tíma milli Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta og Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dana, um Græn­land. Merkel, leiðtogi öfl­ug­asta rík­is Evr­ópu­sam­bands­ins og öfl­ug­asti leiðtogi sam­bands­ins, kom hingað og ræddi lofts­lags­mál, jafn­rétt­is­mál og önn­ur ágrein­ings­lít­il mál­efni á sama tíma og fyr­ir vest­an Ísland flugu skeyti um hvort Trump fengi að kaupa Græn­land.

Umræðunum um nýtt eign­ar­hald á Græn­landi lauk að kvöldi þriðju­dags 20. ág­úst með því að Trump af­lýsti komu sinni til Kaup­manna­hafn­ar 2. sept­em­ber. Þegar um fyr­ir­hugaðan fund hans þar var rætt hér á þess­um stað fyr­ir tveim­ur vik­um var hann tal­inn staðfesta auk­inn áhuga og áherslu Banda­ríkja­stjórn­ar á norður­slóðir. Vilji Trumps til að Banda­ríkja­menn eign­ist Græn­land bend­ir þó til meiri áhuga hans á að treysta stöðu sína þar en áður var vitað.

Trump sagði að hann ætti ekk­ert er­indi til Kaup­manna­hafn­ar úr því að danski for­sæt­is­ráðherr­ann vildi ekki ræða kaup hans á Græn­landi. Með vís­an til þess hve Dan­ir hafa staðið þétt við hlið Banda­ríkja­manna ára­tug­um sam­an, ekki síst eft­ir árás­ina á New York og Washingt­on 11. sept­em­ber 2001, eiga þeir síst skilið að sæta óvirðingu af hálfu Banda­ríkja­for­seta. Mette Frederik­sen sagði á blaðamanna­fundi 21. ág­úst að uppá­kom­an breytti engu um ein­stakt og gott sam­band ríkj­anna. Stjórn­ir land­anna þurfa þó að vinna úr nokkr­um vanda sín á milli.

Mike Pence í heim­sókn

Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur boðað komu sína hingað 4. sept­em­ber. Hann ætl­ar að und­ir­strika strategískt mik­il­vægi Íslands á norður­slóðum og viðleitni NATO til að mæta sókn Rússa á svæðinu, einnig bein­ist at­hygl­in að tæki­fær­um til að auka gagn­kvæm viðskipti og fjár­fest­ing­ar, sagði í til­kynn­ingu frá embætti vara­for­set­ans.

Frétt­ir herma að staðgeng­ill Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur í embætti for­sæt­is­ráðherra taki á móti vara­for­set­an­um vegna skuld­bind­inga henn­ar er­lend­is. Eins og sann­ast hef­ur í sam­skipt­um Trumps við Dani ráða for­set­ar og for­sæt­is­ráðherr­ar eig­in dag­skrá. Á hinn bóg­inn hefði í fljótu bragði mátt ætla að Katrín teldi sig eiga er­indi við Pence þó ekki væri til ann­ars en skýra hon­um frá fund­in­um með Merkel og norður­slóðastefnu Íslands í nor­rænu ljósi.

Mike Pence fer héðan til Bret­lands og Írlands. Stjórn Trumps vill taka af skarið um stuðning sinn við stefn­una sem Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Breta, boðar um brex­it, úr­sögn Breta úr ESB.

Fari Bret­ar úr ESB án viðskilnaðarsamn­ings 31. októ­ber 2019 geta þeir strax hafið viðræður við Banda­ríkja­stjórn um fríversl­un­ar­samn­ing. Með fram­lögðum viðskilnaðarsamn­ingi við ESB verða Bret­ar hins veg­ar áfram í tolla­banda­lagi við ESB þar til landa­mæra­mál­in á Írlandi leys­ast.

Er­indi Pence til Írlands snert­ir brex­it, meiri­hluti demó­krata á Banda­ríkjaþingi seg­ist ekki styðja fríversl­un­ar­samn­ing við Breta nema írska landa­mæra­málið sé leyst. Trump­stjórn­in þarf því að leysa mál gagn­vart rík­is­stjórn Írlands semji hún við Breta.

Að veði fyr­ir brex­it

Bor­is John­son hef­ur lagt for­sæt­is­ráðherra­embættið að veði fyr­ir brex­it. Hann seg­ist vilja gera nýj­an viðskilnaðarsamn­ing, tak­ist það ekki hverfi Bret­ar samn­ings­laus­ir á brott úr ESB 31. októ­ber 2019.

Af hálfu ESB er hark­an jafn mik­il og hjá John­son. Brus­sel­menn segj­ast ekki vilja hrófla við samn­ingn­um sem Th­eresa May gerði og breska þingið hafnaði þris­var. Þeir segja að huga megi að orðalagi á stjórn­mála­yf­ir­lýs­ing­unni sem fylgdi samn­ingn­um.

Yf­ir­lýs­ing­in er 26 bls. að lengd. Sé hún les­in með hliðsjón af EES-samn­ingn­um sem Íslend­ing­ar gerðu við ESB árið 1992 sést bet­ur en ella hve EES-sam­starfið er ein­stætt, ekki síst tveggja stoða kerfið.

Borismerkel2-1024x576Boris Johnson segir Angelu Merkel að hann vilji brexit-samning.

Í inn­gangi stjórn­mála­yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar seg­ir að til fram­búðar skuli sam­skipti ESB og Breta reist á jafn­ræði þar sem tekið sé til­lit til hags­muna hvors aðila um sig. Tryggja verði sjálf­stæði ESB til ákv­arðana um heil­leika sam­eig­in­lega markaðar­ins og tolla­banda­lags­ins og óskipt fjór­frelsið. Þá verði einnig að tryggja full­veldi Bret­lands og virða niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar frá 2016 þar á meðal með til­liti til þró­un­ar sjálf­stæðrar viðskipta­stefnu og til að binda enda á frjálsa för fólks milli ESB og Bret­lands.

Þarna er vikið að ýms­um viðkvæm­um mál­um. Bret­ar geta til dæm­is ekki mótað sjálf­stæða viðskipta­stefnu sem leiðir til fríversl­un­ar­samn­inga við ríki utan ESB nema þeir fari úr tolla­banda­lagi ESB-ríkj­anna. Að þeir þurfi að vera í tolla­banda­lagi til að hindra landa­mæri á Írlandi hafn­ar Bor­is John­son al­farið í bréfi til Don­alds Tusks, for­seta leiðtogaráðs ESB, mánu­dag­inn 19. ág­úst. Sama dag birti breska inn­an­rík­is­ráðuneytið til­kynn­ingu um að bund­inn yrði endi á frjálsa för fólks til Bret­lands í nú­ver­andi mynd 31. októ­ber 2019. Eft­ir brex­it mundi rík­is­stjórn­in kynna nýj­ar sann­gjarn­ari regl­ur um för út­lend­inga þar sem lögð yrði áhersla á fagkunn­áttu og hvað fólk gæti lagt af mörk­um til bresks sam­fé­lags frek­ar en hvaðan það kæmi.

Að baki stjórn­mála­yf­ir­lýs­ing­unni um að virða sam­eig­in­lega markaðinn ligg­ur skuld­bind­ing um sam­eig­in­leg úrræði til að tryggja að unnt sé að stunda hindr­un­ar­laus viðskipti á markaðnum. Ætl­un­in er að koma á fót sam­eig­in­legri nefnd á borð við þá sem starfar á EES-vett­vangi og gerðardómi til að eiga loka­orðið. Þar er ráðgert að sé ágrein­ing­ur um túlk­un ESB-lög­gjaf­ar skuli leita bind­andi álits ESB-dóm­stóls­ins. Í þess­um áform­um felst að Bret­ar lúti for­ræði ESB-dóm­stóls­ins án þess að eiga aðild að hon­um.

Hér á landi yrði framsal valds á þenn­an veg talið óbæri­legt enda er það meg­in­styrk­ur tveggja stoða EES-kerf­is­ins að EES/​EFTA-rík­in skipa stjórn­ar­nefnd Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA) og dóm­ara í EFTA-dóm­stól­inn.

Fylgi hug­ur máli þegar for­ráðamenn ESB ann­ars veg­ar og Bor­is John­son hins veg­ar segj­ast vilja forðast brex­it án samn­ings verður eitt­hvað und­an að láta. Mæt­ist stál­in stinn er ein­sýnt hvert stefn­ir.

Bor­is John­son hitt­ir Merkel

Don­ald Trump er til alls vís. Hann hall­mælti Th­eresu May fyr­ir að fara ekki að ráðum hans í brex­it-viðræðunum við ESB. Hvort Trump á út­spil til hjálp­ar Bor­is John­son kem­ur í ljós. Lík­ist það uppá­kom­unni vegna Græn­lands verður það varla nokkr­um til fram­drátt­ar.

Bor­is John­son hóf í vik­unni viðræður við leiðtoga ESB-ríkja með fund­um með Ang­elu Merkel og Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seta. Á fund­in­um með Merkel fékk John­son 30 daga til að finna nýja lausn á írska landa­mæra­vand­an­um. Við hlið Merkel minnti breski for­sæt­is­ráðherr­ann á skólastrák. Hann á hins veg­ar allt und­ir stuðningi þings­ins í London, gagn­vart því beit­ir hann „hót­un­inni“ um kosn­ing­ar.