24.9.2022

Stjórnarandstaða í ESB-faðmi

Morgunblaðið, laugardagur 24. september 2022.

Umræðuaðferð meiri­hlut­ans í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur fær­ist nú úr ráðhús­inu yfir Von­ar­stræti í þing­húsið. At­hygli er beint að gam­al­kunn­um mál­efn­um án þess að boða lausn­ir eða mála­lykt­ir. Úr borg­ar­stjórn má nefna fimm mál: Sunda­braut, flug­völl­inn í Vatns­mýr­inni, um­ferðargöt­ur í stokk, borg­ar­línu og nú síðast þjóðar­höll í þágu íþrótta.

Burðarflokk­arn­ir í meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar: Pírat­ar, Sam­fylk­ing og Viðreisn stofnuðu sam­eig­in­lega til sex tíma umræðu á alþingi þriðju­dag­inn 20. sept­em­ber um til­lögu til þings­álykt­un­ar sem all­ir 17 þing­menn flokk­anna þriggja flytja (í þing­flokki sjálf­stæðismanna sitja einnig 17 þing­menn) um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um fram­hald viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið.

Flokk­arn­ir þrír hafa áhuga á að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið. Þeir flagga þeirri skoðun sinni þó mis­jafn­lega mikið. Hún bar til dæm­is ekki hátt fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar fyr­ir einu ári.

Yf­ir­lýst­ur næsti formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Kristrún Frosta­dótt­ir, tel­ur ESB-aðild ekki brýnt úr­lausn­ar­efni. Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, er „inni­lega ósam­mála“ Kristrúnu um þetta en seg­ir þó „eng­an ágrein­ing“ á milli þeirra! Helga Vala vill áfram stól þing­flokks­for­manns­ins þótt Logi Ein­ars­son hætti sem flokks­formaður í lok októ­ber.

Logi er ein­mitt fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unn­ar um þjóðar­at­kvæðagreiðslu fyr­ir árs­lok 2023 um hvort halda skuli áfram aðild­ar­viðræðum Íslands við Evr­ópu­sam­bandið.

Orðalagið um að „halda áfram“ viðræðum er und­ar­legt. Össur Skarp­héðins­son, þáv. ut­an­rík­is­ráðherra Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, setti viðræðurn­ar á ís í janú­ar 2013. Þáver­andi fram­sókn­ar­menn­irn­ir Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra slitu viðræðunum form­lega árið 2015 og Ísland var tekið af lista ESB-um­sókn­ar­landa.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni núna er þess getið að 19. mars 2013, á meðan vinstri ESB-stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur sat enn við völd, flutti Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þá í Sjálf­stæðis­flokkn­um, ein til­lögu um að sam­hliða þing­kosn­ing­um 27. apríl 2013 yrði þjóðar­at­kvæðagreiðsla um hvort ESB-viðræðunum ætti að halda áfram. Til­lag­an kom ekki einu sinni til umræðu á þing­inu.

Í grein­ar­gerð til­lög­unn­ar var hún meðal ann­ars rök­studd á þann veg að „mjög áríðandi“ væri fyr­ir Íslend­inga að loka ekki ESB-dyr­un­um á þeirri stundu. Árið 2013 ætti að samþykkja nýja sjáv­ar­út­vegs­stefnu ESB, viðræður yrðu um viðamik­inn fríversl­un­ar­samn­ing milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna og Dav­id Ca­meron, þáv. for­sæt­is­ráðherra Breta, vildi efna til viðræðna um um breyt­ing­ar á aðild­ar­samn­ingi Breta. Öll þessi mál gætu skipt Íslend­inga miklu um langa framtíð.

Ekk­ert af því sem þarna er nefnt hef­ur síðan breytt neinu um tengsl Íslands og ESB eða veikt stöðu Íslend­inga á alþjóðavett­vangi.

Viðræður full­trúa ESB og Banda­ríkj­anna um fríversl­un­ar­samn­ing (TTIP-viðræðurn­ar) hóf­ust vissu­lega árið 2013, þeim lauk án niður­stöðu árið 2016. Form­lega var bund­inn end­ir á þær árið 2019 enda talið um úr­elta hug­mynd að ræða.

2022-09-21-19-37-38-551Katrín jakobsdóttir forsætisráðherra var í Washington DC miðvikudaginn 21. september 2022.  Þar hitti hún meðal annarra öldungadeildarþingmennina Lisu Murkowski frá Alaska og Angus King frá Maine sem flutt hafa frumvarp um norðurslóðamál í deildinni þar sem meðal annars er heimilað að gera fríverslunarsamning við Íslendinga (mynd forsætisráðuneytið).

Fyr­ir banda­rísku öld­unga­deild­inni ligg­ur til­laga frá því sum­ar um heim­ild fyr­ir Banda­ríkja­stjórn til fríversl­un­ar­viðræðna við rík­is­stjórn Íslands. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hitti flutn­ings­menn til­lög­unn­ar í Washingt­on 21. sept­em­ber sl.

Viðræður Breta við ESB fóru á allt ann­an veg en Ca­meron ætlaði. Bret­ar gengu úr ESB í árs­byrj­un 2020.

Síðan 27. apríl 2013 hef­ur eng­in ís­lensk rík­is­stjórn viljað ganga í ESB. Þess vegna hef­ur verið til­gangs­laust að efna til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um hvort sækja eigi um ESB-aðild. Hef­ur sú staða sem kynni að skap­ast vegna ótíma­bærr­ar at­kvæðagreiðslu rétti­lega verið kennd við „póli­tísk­an ómögu­leika“. Eng­inn flokk­ur vill hins veg­ar nýja um­sókn án umboðs þjóðar­inn­ar í at­kvæðagreiðslu. Það er stóri póli­tíski lær­dóm­ur­inn af um­sókn­ar­frum­hlaup­inu sum­arið 2009.

Efn­is­legu rök­in fyr­ir til­lögu stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna nú birt­ast í þess­um orðum í grein­ar­gerð henn­ar:

„Óhætt er að segja að vatna­skil hafi orðið í umræðunni um stöðu Íslands í Evr­ópu með inn­rás Rússa í Úkraínu.“

Full­yrðing­in um „vatna­skil“ vegna inn­rás­ar­inn­ar er rétt en rangt að staða Íslands í Evr­ópu hafi breyst við inn­rás­ina. Það er ein­fald­lega röng full­yrðing hjá flutn­ings­mönn­um að nauðsyn­legt sé fyr­ir Íslend­inga að taka „af­stöðu til aðild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu vegna nýs veru­leika í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um“.

Fimm and­mæli má nefna:

Í fyrsta lagi er óskyn­sam­legt og óþarft við þær aðstæður sem nú ríkja í alþjóðleg­um ör­ygg­is- og efna­hags­mál­um að stofna til stórdeilna hér um ESB-aðild.

Í öðru lagi er ekk­ert ná­granna­ríki Íslands við Norður-Atlants­haf í ESB en þau eru Nor­eg­ur, Fær­eyj­ar, Bret­land, Græn­land, Kan­ada og Banda­rík­in.

Í þriðja lagi eru EES-ríki til­greind með ESB-ríkj­um sem sam­starfsaðilar NATO í grunn­stefnu NATO frá 29. júní 2022.

Í fjórða lagi stefn­ir ESB að nánu sam­starfi í ör­ygg­is­mál­um við aðild­ar­ríki EES-samn­ings­ins auk Kan­ada og Bret­lands eins og seg­ir grunns­kjali sam­bands­ins um ör­ygg­is­mál frá 21. mars 2022.

Í fimmta lagi geta Íslend­ing­ar gerst aðilar að áætl­un­um Evr­ópu­sam­bands­ins í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um af þeim þunga sem ís­lensk stjórn­völd kjósa.

Að þrír af fimm stjórn­ar­and­stöðuflokk­um ákveði að ganga fram á þenn­an veg í upp­hafi nýs þings sýn­ir að þeir geta ekki sam­ein­ast um neitt viðfangs­efni líðandi stund­ar. Stjórn­ar­andstaðan geng­ur veik­b­urða og sundruð til verk­anna sem bíða haustþings­ins.