8.7.2023

Regluverkið sér um sig

Morgunblaðið, laugardagur, 8. júlí 2023.

Í ný­legri ferð um sex sveit­ar­fé­lög, Dala­byggð, Reyk­hóla­hrepp, Stranda­byggð, Kaldr­ana­nes­hrepp, Árnes­hrepp og Húnaþing vestra, brást ekki að í sam­töl­um við heima­menn barst talið að reglu­verk­inu svo­nefnda.

Í Íslensku nú­tíma­málsorðabók­inni hjá Stofn­un Árna Magnús­son­ar í ís­lensk­um fræðum er orðið reglu­verk skýrt sem safn reglna sem gilda á til­teknu sviði. Tekið er eitt dæmi: „flókið reglu­verk hef­ur verið í land­búnaðar­mál­um.“ Af dæm­inu mætti ráða að þetta væri liðin tíð, svo er þó alls ekki.

Bænd­ur eru sjálf­stæðir at­vinnu­rek­end­ur. Eigi þeir sauðfé er þeim treyst fyr­ir að sitja yfir ám við sauðburð á vor­in og hjálpa lömb­um í heim­inn. Þeir tryggja að lömb­in hafi beit yfir sum­arið og vilja að þau dafni sem best til að skila sem mest­um arði. Líflömb eru í um­sjá bónd­ans sem trygg­ir þeim fóður og húsa­skjól yfir vet­ur­inn. Vissu­lega gilda ákveðnar regl­ur um allt fé á fæti en fæst­ar þeirra eru þess eðlis að nokkr­um sé of­raun að starfa eft­ir þeim.

Þegar fé er leitt til slátr­un­ar hverf­ur traustið til bónd­ans. Þá kem­ur reglu­verkið til sög­unn­ar ekki aðeins sem orð á blaði held­ur birt­ast op­in­ber­ir eft­ir­litsaðilar, oft­ast frá fleiri en einni stofn­un. Tengsl­in milli bónd­ans og neyt­and­ans eru rof­in.

Bónd­an­um er ekki treyst til að slátra fénu sem hann hef­ur alið. Vilji hann kjöt til heima­vinnslu ber fyrst að senda dilk­inn til slátr­un­ar í vottuðu slát­ur­húsi. Síðan ræðst það af bar­áttu í gegn­um reglu­verkið og fjár­hags­legri getu til að skapa sér aðstöðu á heima­velli, hvort tekið er kjöt til full­vinnslu og sölu beint frá býli.

Þeim bænd­um fjölg­ar sem sjá tæki­færi til meiri tekju­öfl­un­ar fel­ast í bein­um tengsl­um við neyt­end­ur. Viðskipti á net­inu hafa marg­fald­ast til sveita með ljós­leiðara­væðing­unni. Þá er veit­inga­hús­um um land allt metnaðar­mál að bjóða eitt­hvað úr heima­byggð á mat­seðli sín­um. Þetta verða al­mennt vin­sæl­ustu rétt­irn­ir á seðlin­um. Eng­inn bóndi sem stofn­ar til beinna viðskipta við neyt­end­ur sit­ur uppi með óseld­ar birgðir, vandi hans er frek­ar að fram­leiða ekki nóg til að anna eft­ir­spurn.

IMG_7500Í sjálfbæru gróðurhúsi án heits vatns í Bjarnarfirði í Kaldraneshreppi, Fremst á myndinni eru plómur á trjágrein,

Thor Jen­sen eignaðist Kor­p­úlfsstaði árið 1922. Thor reisti þar nú­ver­andi hús og full­komið mjólk­ur­bú sem sá Reyk­vík­ing­um fyr­ir mjólk. Búið lagðist af vegna mjólk­ur­sölu­lag­anna 1934. Þau voru hluti afurðasölu­laga og skylduðu mjólk­ur­fram­leiðend­ur til að selja mjólk­ina til mjólk­ur­sam­laga kaup­fé­lag­anna. Lög­in kipptu rekstr­ar­grund­vell­in­um und­an Kor­p­úlfs­stöðum og hafa síðan sett mark sitt á afurðasölu ís­lenskra bænda. Tengsl­in beint frá býli voru rof­in. Bóndi veit ekki einu sinni hvort heim­tök­ulambið er alið af hon­um. Áherslu á upp­runa­merk­ing­ar verður að auka, snjall­tækni auðveld­ar það.

Afurðasölu­lög­in og skipu­lag í anda þeirra mót­ar mjög reglu­verkið síðan. Með aðild­inni að evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES) fyr­ir þrem­ur ára­tug­um hurfu loks síðustu leif­ar verðlags­eft­ir­lits­ins frá kreppu­ár­un­um upp úr 1930. Með EES kom sam­keppnis­eft­ir­litið til sög­unn­ar, íhalds­söm stofn­un sem hagg­ar ekki afurðasölu­kerf­inu. Við inn­leiðingu EES-lög­gjaf­ar hér hef­ur í mörgu til­liti verið gengið skem­ur við að auka svig­rúm bænda sem sjálf­stæðra at­vinnu­rek­enda en gert er ann­ars staðar. Engu er lík­ara en reglu­verkið ótt­ist að missa spón úr aski sín­um – eft­ir­lit­s­kerfið hef­ur yf­ir­burði gagn­vart sókndjörf­um bónda snú­ist það til varn­ar fyr­ir sjálft sig.

Morg­un­blaðið lesið með op­in­ber af­skipti af hvaða tagi sem er í huga rek­ur mann fljótt í rogastans yfir því sem fyr­ir augu ber. Skulu tek­in fimm dæmi úr tölu­blaðinu frá 5. júlí:

(1) Helsta forsíðufrétt­in um van­traust inn­an rík­is­stjórn­ar­sam­starfs­ins snýst um reiði meðal sam­starfsþing­manna Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra vegna beit­ing­ar henn­ar á reglu­verk­inu til að fresta hval­veiðum. Dregið er í efa að hún fari að lög­um en að henn­ar mati er ráðherra­vald­inu beitt á lög­mæt­an hátt vegna ábend­inga fag­legra fræðinga. Þing­flokks­formaður sjálf­stæðismanna seg­ir vegið að trausti milli stjórn­ar­flokk­anna.

(2) Við hlið þess­ar­ar frétt­ar er birt frá­sögn af viðtali við Jón Guðna Ómars­son, nýj­an stjórn­anda Íslands­banka, sem varð skyndi­lega banka­stjóri vegna forkast­an­legr­ar mis­beit­ing­ar starfs­manna bank­ans á reglu­verki við sölu á hlut­um í bank­an­um. Eft­ir­litsaðil­inn, fjár­mála­eft­ir­litið, birti kol­svarta skýrslu og orðspor bank­ans er í húfi.

(3) Á blaðsíðu 2 er frétt um að um­hverf­is­stofn­un kunni að hafa farið fram úr sjálfri sér með því að vilja um­hverf­is­mat á fjalla­böðum í Þjórsár­dal þvert á álit skipu­lags­stofn­un­ar frá 2019. Verði gerð krafa um um­hverf­is­mat kann fram­kvæmda­tími við fjalla­böðin að lengj­ast um allt að tvö ár.

(4) Á blaðsíðu 2 í ViðskiptaMogga er fjallað um inn­leiðingu á evr­ópskri til­skip­un um ófjár­hags­lega upp­lýs­inga­gjöf fyr­ir­tækja. Í frétt­inni seg­ir að í fyrra hafi 268 fyr­ir­tæki hér á landi fallið und­ir ákvæði til­skip­un­ar­inn­ar en hefði verið farið að efni henn­ar eins og hún er inn­leidd ann­ars staðar væru fyr­ir­tæk­in aðeins 33. Hér axla því 233 fyr­ir­tæki byrði vegna þessa sem ekki hvíl­ir á fyr­ir­tækj­um ann­ars staðar inn­an EES. Þarna hef­ur ís­lenska reglu­verkið kom­ist í feitt og nýtt sér það.

(5) Á sömu blaðsíðu í ViðskiptaMogga seg­ir frá því að tvö öfl­ug fjár­fest­inga- og fjár­mála­fé­lög hafi stofnað nýtt fé­lag til að dreifa sí­fellt þyngri kostnaði af reglu­verki á útboðsmarkaði.

Það þarf stór­átak til að rétta hlut sauðfjár­bónd­ans and­spæn­is reglu­verk­inu. Til þess ætti að grípa til að minn­ast 90 ára af­mæl­is afurðasölu­lag­anna árið 2024.