27.3.1995

Laumuspil um vinstri stjórn

Morgunblaðsgrein undir lok mars 1995

Við sjálfstæðismenn höfum gengið til þessara kosningaundir þeim merkjum, að valið stæði á milli pólitísks stöðugleika með þvíað kjósa okkur og upplausnar undir forystu margflokka vinstri stjórnar.Þegar nær dregur, er ljóst, að þetta mat á kostunum var rétt. Nú liggurfyrir, að unnið hefur verið að því á bakvið tjöldin undir forystu ÓlafsRagnars Grímssonar, formanns Alþýðubandalagsins, að semja stjórnarsáttmálavinstri flokkanna. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka, berst undirþeim merkjum, að hún verði forsætisráðherra í slíkri stjórn. Á kosningafundum hafa talsmenn Þjóðvaka stillt sér upp sem sérstökumandstæðingum Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa sagt, að valið stæði á milliDavíðs Oddssonar og Jóhönnu í embætti forsætisráðherra. Að loknum slíkumyfirlýsingum hafa fundarmenn beðið fulltrúa annarra vinstri flokka að lýsaafstöðu sinni, hvort þeir vilji ekki taka af skarið gagnvartSjálfstæðisflokknum eins og Þjóðvaki. Svörin hafa verið á eina leið: Þjóðvaki er bara með lýðskrum. Við tökumekki þátt í pólitískum skrípaleik af þessu tagi. Fyrir því sé hefð ííslenskum stjórnmálum, að flokkar gangi til kosninga með óbundnar hendurum samstarf að þeim loknum.

Ný staða

Hér skal ekkert fullyrt um það, hvernig Ólafur Ragnar Grímssonhefur staðið að því að semja hinn nýja vinstri sáttmála. Hitt erathyglisvert, að hann upplýsir kjósendur um málið, þegar aðeins tvær vikureru til kosninga. Segir hann jafnframt, að það hafi verið lengi að þvíunnið. Lesendur minnast þess sjálfsagt, þegar slitnaði upp úr samtölum þeirraÓlafs Ragnars og Jóhönnu fyrir nokkrum mánuðum með bauki og bramli.Sagðist Ólafur Ragnar ekki hafa kynnst öðrum eins vinnubrögðum í pólitíkog Jóhanna stundaði, og er hann þó ýmsu vanur. Margt bendir nú til þess,að um svipað leyti og þessi gauragangur var í fjölmiðlum, hafi ÓlafurRagnar hafið undirbúning að hinum nýja stjórnarsáttmála. Það dugar ekki lengur fyrir talsmenn Alþýðubandalagsins að lýsa afstöðuÞjóðvaka til vinstri stjórnar sem lýðskrumi. Formaður Alþýðubandalagsinser með í handraðanum sáttmála ríkisstjórnar undir forystu Þjóðvaka. Hannhefur skapað nýja stöðu í kosningabaráttunni. Kostir kjósenda eru skýrarien áður: Pólitískur stöðugleiki með Sjálfstæðisflokknum eða margflokkavinstri stjórn mynduð á leynilegum forsendum.

Ekki í fyrsta sinn

Þegar þetta er ritað, hefur ekki verið upplýst, hvernig að smíðiþessa sáttmála hefur verið unnið. Leyndarhyggjan hefur löngum verið mikilinnan Alþýðubandalagsins. Kannski hafa þeir frambjóðendur flokksins, semsaka Þjóðvaka um lýðskrum, alls ekki fengið að fylgjast með starfiformannsins. Þá liggur ekki heldur fyrir við hverja Ólafur Ragnar hefurrætt í öðrum flokkum. Þegar deilurnar um aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu stóðu semhæst og Alþýðubandalagið snerist gegn henni, veifaði Ólafur Ragnar gjarnanplaggi og sagðist þar halda á tvíhliða samningi Íslands viðEvrópusambandið. Hann myndi sjá til þess, ef aðild að EES yrði hafnað áAlþingi, að Evrópusambandið gerði slíkan samning við Ísland. Það er þannigekki nýtt, að Ólafur Ragnar taki að sér að gera samning, þótt óljóst sé umafstöðu samningsaðilans. Aldrei reyndi á textann í hinum tvíhliða samningi, sem Ólafur Ragnarsagðist ætla að gera við Evrópusambandið á nokkrum dögum. Kannski hafablöðin, sem hann veifaði, verið óskrifuð. Nú gumar Ólafur Ragnar af samningi um nýja vinstri stjórn. Vonandi áaldrei eftir að reyna á þann texta. Kjósendur geta aftrað því með atkvæðisínu 8. apríl. Síðustu atburðir sýna, að það gera þeir aðeins með því aðkjósa Sjálfstæðisflokkinn.