21.10.2023

Hugmyndafræði dofnar við hringborðið

Morgunblaðið, laugardagur 21. október 2023.


Af dugnaði og eld­móði hef­ur Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son í 10 ár haldið lífi í hring­borði norðurs­ins, Arctic Circle. Heims­far­ald­ur stöðvaði hann ekki. Vegna stríðsins í Úkraínu hef­ur hug­mynda­fræðilegt yf­ir­bragð ráðstefn­unn­ar dofnað og aka­demí­an komið í staðinn.

Áhugi á norður­slóðum er vissu­lega enn fyr­ir hendi eins og fjöldi ráðstefnu­gesta og umræðuefna sýn­ir. And­rúms­loftið er hins veg­ar annað en fyr­ir 10 árum. Stefnu­mót­andi yf­ir­lýs­ing­ar um fjölþjóðlegt norður­slóðasam­starf hafa vikið vegna áherslu á ör­ygg­is- og hags­muna­gæslu ein­stakra ríkja.

Fjöldi smáf­unda er hald­inn þar sem sér­fróðir aðilar af ólíku þjóðerni bera sam­an bæk­ur sín­ar. Slík sam­töl kunna að skila sér inn í stefnu­mót­andi ákv­arðanir en hafa mest gildi til að sann­reyna staðreynd­ir eða stuðla að frek­ari rann­sókn­um og auka sér­fræðilega þekk­ingu.

Þegar ýtt var úr vör fyr­ir 10 árum gátu menn með rök­um gert sér í hug­ar­lund að norður­slóðir skipuðu til fram­búðar þann ein­staka sess í alþjóðasam­skipt­um að þar leystu þjóðir úr ágrein­ingi eft­ir leik­regl­um haf­rétt­ar­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna. Þannig yrði land­grunni skipt milli ríkj­anna fimm sem eiga land að Norður-Íshafi: Banda­ríkj­anna, Kan­ada, Græn­lands/​Dan­merk­ur, Nor­egs og Rúss­lands.

Talað var um svæðið sem lág­spennusvæði þar sem hervaldi yrði ekki beitt til að leysa úr ágrein­ingi. Sam­starfið yrði í anda Norður­skauts­ráðsins og sner­ist um rann­sókn­ir í von um betri heim fyr­ir alla.

Enn eim­ir eft­ir af þessu viðhorfi en í því er hol­ur hljóm­ur. Eng­in áform eru um að minnka olíu- og gas­vinnslu í hánorðri þótt fjálg­lega sé rætt um að lofts­lags­vá­in birt­ist þar í verri mynd en ann­ars staðar. Her­væðing norður­slóða er staðreynd þótt forðast sé að minn­ast á há­spennu.

Eft­ir inn­rás­ina í Úkraínu slitu sjö aðild­ar­ríki sam­starfi sínu við Rússa í Norður­skauts­ráðinu. Rúss­ar sögðu sig fyr­ir ein­um mánuði úr Bar­ents­ráðinu sem stofnað var árið 1993 eft­ir fall Sov­ét­ríkj­anna og heit­ir nú á ensku Bar­ents Euro-Arctic Council með aðild nor­rænu ríkj­anna fimm og Evr­ópu­sam­bands­ins.

Sam­starf­inu inn­an ráðsins var slitið við Rússa vorið 2022 og nú segj­ast þeir hætta vegna þess að afstaða Vest­ur­landa hafi lamað ráðið frá mars 2022 auk þess sem Finn­ar hafi ekki gert nein­ar ráðstaf­an­ir til að af­henda rúss­nesk­um stjórn­völd­um for­mennsku í ráðinu eins og þeim bar í októ­ber 2023.

Ein­angr­un sína í norðri reyna Rúss­ar að rjúfa með nán­ara sam­starfi við Kín­verja. Í vik­unni tók Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti til dæm­is þátt í hyll­ing­ar­há­tið í Pek­ing fyr­ir Xi Jin­ping Kína­for­seta vegna 10 ára af­mæl­is fram­taks hans sem kennt er við belti og braut. Fram­takið hef­ur þó alls ekki skilað Rúss­um því sem þeir vonuðu.

Á upp­hafs­degi Arctic Circle árið 2016 kynnti Dmit­ríj Kol­bíjk­in, land­stjóri í rúss­neska sjálf­stjórn­ar­héraðinu Jamal-Nenets, blóm­lega framtíð þessa heim­skauta­héraðs við Kara-haf. Töl­urn­ar sem hann nefndi um gas- og olíu­fram­leiðslu sýndu að hann sæti á sann­kallaðri gull­kistu Rúss­lands. Með eyðilegg­ingu á Nord Stream-gas­leiðsl­un­um í Eystra­salti hætti allt jarðgas að streyma frá Jamal til Evr­ópu. Draum­arn­ir rætt­ust ekki.

Á ár­inu 2017 kynntu Kín­verj­ar silki­leiðina um pól­inn sem hluta af belti og braut-verk­efn­inu. Urðu stór­brotn­ar fram­kvæmd­ir hluti heild­ar­mynd­ar­inn­ar um sí­fellt nán­ari póli­tísk sam­skipti Rússa og Kín­verja. Vegna stríðsins hafa Rúss­ar gert meira úr þess­um sam­skipt­um en Kín­verj­ar.

IMG_8494Frá fundi á vegum Fridtjof Nansen-stofnunarinnar á Arctic Circle fimmtudaginn 19. október,

Á fundi sem norska Fridtjof Nan­sen-stofn­un­in hélt und­ir merkj­um Arctic Circle um sam­skipti Rússa og Kín­verja í norðri kom fram að ekki væri allt sem sýnd­ist, hvað sem áróðurs­mynd­inni liði.

Kín­verj­ar minn­ast ekki leng­ur á silki­leiðina um pól­inn, ekki einu sinni þegar Pútín var í Pek­ing og átti að eig­in sögn þriggja tíma fund með Xi.

Á fund­in­um var sagt að Rúss­ar væru ann­ars veg­ar var­ir um sig gagn­vart Kín­verj­um en hvettu þá hins veg­ar til að láta meira að sér kveða á Jamal og á sigl­inga­leiðinni milli Atlants­hafs og Kyrra­hafs fyr­ir norðan Rúss­land, Norður­leiðinni.

Eft­ir að Nord Stream-gas­leiðslurn­ar eyðilögðust í sept­em­ber 2022 sitja Rúss­ar uppi með mikið gas sem þeir vilja selja Kín­verj­um um ólagða land­leiðslu til Kína. Kín­versk­ir kaup­end­ur sýna þess­um áform­um ekki áhuga. Þeir hafa tryggt sér gas frá Persa­flóa, Rúss­ar hafa eng­an for­gang. Fjár­fest­ing­ar í Rússlandi geta leitt til lok­un­ar á kín­versk fyr­ir­tæki í vestri.

Kín­verska risa­skipa­fé­lagið Cosco send­ir skip sín ekki Norður­leiðina. Þar ræður ótti við refsiaðgerðir vest­rænna stjórn­valda því að ekk­ert skip sigl­ir leiðina án viðskipta við rúss­nesk yf­ir­völd.

Í von um minni áhættu vegna vest­rænna refsiaðgerða stofnuðu Kín­verj­ar nýtt skipa­fé­lag, New­new Shipp­ing Line, til að halda úti skip­um á Norður­leiðinni. Fyrsta skip fé­lags­ins sem fór leiðina frá Kína til Rúss­lands kom til St. Pét­urs­borg­ar í fylgd með rúss­neska ís­brjótn­um Sevmorput 8. októ­ber. Skip­in eru nú á leið aust­ur á bóg­inn að nýju eft­ir Norður­leiðinni.

Þau komust hins veg­ar í frétt­ir vegna grun­semda um að tjón á gas­leiðslu og fjar­skipt­a­streng milli Finn­lands og Eist­lands og fjar­skipt­a­streng milli Svíþjóðar og Eist­lands 8. októ­ber tengd­ist ferðum þeirra.

Við hring­borð norðurs­ins gæt­ir anda liðins tíma telji menn sér trú um að þar sé unnt að móta alþjóðakerfið að fyr­ir­mynd úr hánorðri. Sú mynd er horf­in eins og ís­inn sem bráðnar vegna hlý­inda. Við tek­ur hörð hags­muna­gæsla í krafti hervalds.