10.2.2024

Gildi réttrar greiningar

Morgunblaðið, laugardagur, 10. febrúar 2024.

Að lokn­um rík­is­odd­vita­fundi NATO í Vilnius á liðnu sumri mátti heyra sam­tal á Bylgj­unni þar sem stjórn­and­inn og viðmæl­andi hans voru sam­mála um að í raun hefði ekk­ert markvert gerst á fund­in­um.

Þetta sam­tal ein­kennd­ist af þeim tak­markaða áhuga eða litlu þekk­ingu sem er hér á hernaðarleg­um mál­efn­um. Engu er lík­ara en ýms­ir telji unnt að ræða eða greina þróun alþjóðamála án þess að huga að þess­um þætti þeirra.

Þetta er mik­ill mis­skiln­ing­ur. Í raun er það eðli varn­ar- og ör­ygg­is­mála að þau ýta flestu öðru til hliðar þegar þau kom­ast á dag­skrá í þeim lönd­um sem leggja rækt við eig­in varn­ir.

Í vik­unni birti grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra (GDR) skýrslu um hryðju­verka­ógn á Íslandi 2024. GDR met­ur ógn­ina á þriðja stigi, um aukna ógn sé að ræða og fyr­ir hendi ásetn­ing­ur og/​eða geta og hugs­an­leg skipu­lagn­ing hryðju­verka. Það er sem sagt ekki úti­lokað að hér und­ir­búi ein­hver hryðju­verk.

GDR býr yfir upp­lýs­ing­um um ein­stak­linga sem aðhyll­ast of­beld­is- og öfga­fulla hug­mynda­fræði. Þeir kunni að þróa með sér getu og ásetn­ing til að fremja hryðju­verk. GRD ber­ast á hverju ári tug­ir til­kynn­inga um al­var­leg­ar hót­an­ir gegn ráðamönn­um og stofn­un­um. Þá fær GRD einnig upp­lýs­ing­ar frá er­lend­um sam­starfsaðilum um ein­stak­linga sem tengj­ast alþjóðleg­um hryðju­verka­sam­tök­um og hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi.

Í janú­ar var átta manna fjöl­skyldu á Ak­ur­eyri vísað úr landi til Grikk­lands af því að lög­regla hafði verið upp­lýst um að fjöl­skyldufaðir­inn væri fé­lagi í hryðju­verka­sam­tök­un­um ISIS, Ríki íslams. Loka­mark­mið mús­límsku öfga­mann­anna í ISIS er að koma á fót kalíf­a­ríki, íslamskri rík­is­stjórn fyr­ir mús­límska heim­inn, und­ir stjórn kalífa, ver­ald­legs valds­manns sem tal­inn er þiggja vald sitt frá Allah.

Eft­ir að Ham­as-hryðju­verka­menn réðust inn í Ísra­el 7. októ­ber 2023 og drápu kon­ur og börn er oft talað um Ham­as og Ríki íslams í sömu andrá. Sér­fræðing­ar í mál­efn­um mús­líma leggja hins veg­ar áherslu á að um tvenn ólík sam­tök sé að ræða vegna ólíkr­ar hug­mynda­fræði þeirra.

Ham­as berst fyr­ir því að upp­ræta Ísra­els­ríki og hrekja Ísra­ela á brott eða drepa þá. Mark­mið Ham­as eru staðbund­in „frels­un allr­ar Palestínu“ úr hönd­um þeirra sem sam­tök­in kalla „zíón­íska óvin­inn“. ISIS vill sam­eina alla mús­líma í einu ríki.

Um það sem ger­ist fyr­ir botni Miðjarðar­hafs er rætt í spjallþátt­um og jafn­vel af frétta­mönn­um sjón­varps­stöðvanna af til­finn­inga­hita og svipuðu virðing­ar­leysi fyr­ir staðreynd­um og gert var um rík­is­odd­vita­fund NATO í Vilnius í fyrr­nefnd­um út­varpsþætti.

230711h-001_rdax_775x440s„Fjölskyldumynd“ frá NATO-toppfundinum í Vilnius í júlí 2023.

Á fund­in­um í Vilnius voru nýj­ar svæðis­bundn­ar varn­aráætlan­ir NATO samþykkt­ar. Um þess­ar mund­ir, næstu vik­ur og mánuði reyn­ir á þær við æf­ing­ar. Ný NATO-her­stjórn í Nor­folk í Banda­ríkj­un­um hef­ur for­ræði á æf­ing­unni í norðri. Her­ir nor­rænu ríkj­anna allra og Ísland falla und­ir þessa NATO-her­stjórn.

Heild­aræf­ing­in heit­ir Stea­dfast Def­end­er 2024 og hófst hún í Norður-Am­er­íku 22. janú­ar og lýk­ur í Evr­ópu í júní. Fyrsta stig henn­ar er að liðsstyrk­ur er flutt­ur frá Norður-Am­er­íku til Evr­ópu.

Síðan hefst æf­ing­in Jo­int Warri­or 24. fe­brú­ar frá Bretlandi og miðast sá þátt­ur við að tryggja sam­göngu­leiðir á Norðaust­ur-Atlants­hafi og land­göngu á strönd Nor­egs.

Þriðja stigið er Nordic Respon­se, sem stend­ur yfir frá 3. til 15. mars. Þar bein­ast kraft­arn­ir að því að taka á móti liðsauka af hafi á sama tíma og gerð er inn­rás á landi í Finn­mörk í Norður-Nor­egi. Meira en 20.000 her­menn frá 13 ríkj­um verða við æf­ing­ar í Nor­egi, Svíþjóð og Finn­landi.

Í æf­ing­unni er sett á svið at­vik sem verður til þess að 5. grein Atlants­hafs­sátt­mál­ans, um að árás á einn sé árás á alla, er virkjuð vegna árás­ar öfl­ugs ná­granna­rík­is á eitt banda­lagsland­anna.

Þetta er viðamesta heræf­ing NATO í okk­ar heims­hluta í tæp 40 ár og hún end­ur­spegl­ar gjör­breytt viðhorf í ör­ygg­is­mál­um.

Það sama á við um her­mál og hryðju­verka­mál að vegna skorts á áhuga eða þekk­ingu er gjarn­an rætt um þessi mál hér af ákveðinni lausung og ábyrgðarleysi.

Vegna þess hve veikt innra og ytra ör­yggis­kerfið er hér höf­um við síst af öllu efni á að taka því af léttúð þegar bent er á vax­andi ógn, hvort sem hún er hernaðarleg eða teng­ist hryðju­verk­um.

GRD bend­ir á skýra og vax­andi hryðju­verka­ógn. Heræf­ing­arn­ar sem hér eru nefnd­ar eru viðbúnaður vegna vax­andi hernaðarlegr­ar ógn­ar.

Hér er eng­inn op­in­ber grein­ing­araðili sem hef­ur þá skyldu að semja skýrslu og gefa stjórn­völd­um og al­menn­ingi viðvar­an­ir varðandi hernaðarlegt ör­yggi.

Hvarvetna í ná­granna­lönd­un­um er unnið að því að efla viðbúnað bæði vegna innra og ytra ör­ygg­is. Þar er rætt um þessi mál af al­vöru og þekk­ingu.

Gaura­gang­ur­inn hér á landi vegna stríðsins sem Ham­as-liðar hófu á Gaza 7. októ­ber, óraun­sæið, frekj­an og virðing­ar­leysið fyr­ir stjórn­völd­um og skyld­um þeirra til að virða lög og rétt sýn­ir trú á að leysa megi átaka­mál með til­finn­ing­um og fúkyrðum. Útlend­inga­stefna sem er öðrum þræði reist á þess­um grunni kost­ar okk­ur um 20 millj­arða á ári. Við höf­um þó ekki efni á að efla landa­mæra­vörslu, lög­gæslu eða aðild að eig­in vörn­um. Þekk­ing­ar- og ábyrgðarleysið kost­ar líka sitt.

Jarðeld­arn­ir á Reykja­nesi minna okk­ur ræki­lega á hve brýnt er að vera við öllu búin. Í 800 ár héldu eld­arn­ir sig í iðrum jarðar. Eng­inn veit hverj­um goðin reidd­ust nú og létu hraunið renna. Stríðseld­ar loga af völd­um ein­ræðis­herra í hjarta Evr­ópu og hryðju­verka­manna fyr­ir botni Miðjarðar­hafs. Erum við búin und­ir verstu sviðsmynd­ina?