4.9.2021

Bókmenntahringferð með Halldóri

Morgunblaðið, laugardagur 4. september 2021.

Sagnalandið ***½-

Eft­ir Hall­dór Guðmunds­son og Dag Gunn­ars­son. Kilja, 301 bls., ljós­mynd­ir, nafna­skrá. Útg. Mál og menn­ing, Rvk. 2021.

Bók­mennta­hring­ferð um landið er und­ir­t­it­ill bók­ar­inn­ar Sagna­landið þar sem Hall­dór Guðmunds­son, rit­höf­und­ur og menn­ing­ar­frömuður, seg­ir sögu 29 staða hér á landi og eins í Manitoba, Kan­ada. Frá­sögn Hall­dórs er per­sónu­leg og bók­mennta­leg en vís­ar einnig til sögu, menn­ing­ar og nátt­úru. Stíll Hall­dórs er góður, auðles­inn og skemmti­leg­ur.

Mikl­um fróðleik er miðlað og sjón­ar­hornið oft ný­stár­legt. Bók­in er ríku­lega skreytt ljós­mynd­um Dags Gunn­ars­son­ar. Um­brotið er vel heppnað og frá­gang­ur að öðru leyti en því að blaðsíðutöl eru prentuð svo dauf að erfitt er að sjá þau.

Hall­dór skrifaði bók­ina að ósk þýsks for­lags sem vildi bók­mennta­lega ferðabók um Ísland. „Þau gáfu mér al­veg frjáls­ar hend­ur,“ sagði Hall­dór í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Cor­so for­lagið í Ham­borg er þýski út­gef­and­inn og kynn­ir bók­ina í þýskri þýðingu Kri­stofs Magn­us­son­ar með þeim orðum að eigi Ísland í hlut megi skipta Þjóðverj­um í tvo hópa: Þá sem hafi farið þangað og hina sem hafi áhuga á að fara þangað. Bók­in höfði til beggja hópa. Án þess að draga það í efa höfðar bók­in einnig vel til ís­lenskra les­enda.

GCF16S62AAð velja 29 staði á Íslandi í bók­mennta­lega ferðabók kall­ar á íhug­un og að höf­und­ur hafi góð kynni af hverj­um stað fyr­ir sig. Víða lýs­ir Hall­dór per­sónu­leg­um kynn­um eða ætt­artengsl­um við staði. Nor­ræn goðafræði og Íslend­inga­sög­ur eru hon­um einnig leiðar­stef og Hall­dór Lax­ness er oft ná­læg­ur í frá­sögn­inni.

Staðir Hall­dórs eru: Reyk­holt, Snæ­fells­jök­ull, Staðar­hóll á Vest­ur­landi, Flat­ey á Breiðafirði, Rauðis­and­ur, Álfta­fjörður við Ísa­fjarðar­djúp, Þing­eyr­ar, Beina­hóll á Kili, Merkigil, Siglu­fjörður, Hörgár­dal­ur, Flat­eyj­ar­dal­ur, Garður í Mý­vatns­sveit, Ásbyrgi, Askja, Sænauta­sel, Skriðuk­laust­ur, Borg­ar­fjörður eystra, Hali, Lakagíg­ar, Hvera­gerði, Þing­vell­ir, Her­dís­ar­vík, Grinda­vík, Kleif­ar­vatn, Bessastaðir, Mos­fell, Gljúfra­steinn, Breiðholt og auk þess Árborg í Manitoba.

Fyr­ir ís­lenska les­end­ur er auðveld­ara en þýska les­end­ur að nefna staði eða höf­unda sem þeir sakna. Hér má benda á að hvorki Skál­holt né Hól­ar, bisk­ups- og skóla­setr­in, eru nefnd til sög­unn­ar. Hefði þó verið verðugt fyr­ir þýska les­end­ur að gera lúth­erstrúnni skil og áhrif­um henn­ar á þróun ís­lenskr­ar tungu með bibl­íuþýðing­unni. Ekki er minnst á Hall­grím Pét­urs­son og Pass­íusálm­ana.

Sé leitað hnökra á verk­inu skal staldrað við þrennt:

Und­ar­legt er að segja að segja á s. 53 að Múr­inn, fang­elsið, hafi síðar orðið „stjórn­ar­ráð Íslands“. Múr­inn varð síðar Stjórn­ar­ráðshúsið með skrif­stof­um ráðherra og for­seta.

Þess gæt­ir að rit­höf­und­ar fái ein­kunn eft­ir stjórn­mála- eða þjóðfé­lagsviðhorf­um, á s. 204 þar sem sagt er frá höf­und­um í Hvera­gerði er Jó­hann­esi frá Kötl­um lýst sem mikl­um ætt­j­arðar­vini. Þess er látið ógetið að hann orti „Sov­ét-Ísland, óskalandið, hvenær kem­ur þú?“ Hins veg­ar er sagt um Krist­mann Guðmunds­son að í sjálfsævi­sögu sinni sé „hann ekki laus við of­sókn­ar­brjálæði“.

Þegar fjallað er um Kleif­a­vatn s. 239 seg­ir: „Bók Hall­dórs Lax­ness Atóm­stöðin (1948) fjall­ar um þessi átök [vegna her­stöðvar­beiðni Banda­ríkja­manna] og varð reynd­ar til þess að banda­rísk yf­ir­völd og ís­lenska ut­an­rík­is­ráðuneytið sam­einuðust um að koma höf­und­in­um í vanda vegna skatta­mála: þau mál voru ekki felld niður fyrr en árið sem Lax­ness hlaut Nó­bels­verðlaun­in.“

Mála­vext­ir voru þess­ir: Í skatt­fram­tali 1947 fyr­ir tekju­árið 1946 taldi Hallór Lax­ness hvorki fram tekj­ur sín­ar frá Banda­ríkj­un­um né skilaði gjald­eyri, eins og hon­um var skylt. Yf­ir­skatta­nefnd Gull­bringu- og Kjós­ar­sýslu óskaði því árið 1947 eft­ir upp­lýs­ing­um frá hon­um, og eft­ir að þær feng­ust, var hon­um gert að greiða skatt af 15 þús. dala tekj­um ytra. Lax­ness skaut mál­inu til rík­is­skatta­nefnd­ar, sem hækkaði álagn­ing­una á hann veru­lega. Sam­kvæmt samn­ingi yf­ir­valda við Lax­ness greiddi hann aðeins hluta af álagn­ing­unni í skatt. Gang­ur skatta­máls­ins fell­ur ekki að því sem seg­ir í bók­inni Sagna­landið . Ræki­lega er gerð grein fyr­ir mál­inu í skýrslu, sem sýslumaður­inn í Gull­bringu- og Kjós­ar­sýslu sendi dóms­málaráðuneyt­inu í sept­em­ber 1949. Lax­ness fékk Nó­bels­verðlaun­in árið 1955.

Sagna­landið fell­ur vel að vax­andi áhuga Íslend­inga á að ferðast um land sitt. Að þurfi hvatn­ingu frá þýsk­um út­gef­anda til að bók­in Sagna­landið sé skrifuð er áminn­ing um að end­ur­vekja áhuga okk­ar á því fjöl­marga sem staðir hafa að geyma eða tengja má nafni þeirra.