30.10.2005

Sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglu

Fundur með rannsóknarlögreglumönnum, Höfðabrekku, 29. október, 2005.

Forsaga.

Skýrsla frá apríl 1999.

Starfshættir ávana- og fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík ræddir 1997.

Þingmenn kröfðust skýrari reglna um óhefðbundnar rannsóknaraðferðir lögreglu.

Ráðherra beindi málinu til ríkislögreglustjóra.

Ríkislögreglustjóri óskaði eftir að nefnd kannaði málið. Skipuð af ráðherra í janúar 1998.

Nefndin ræddi rækilega rannsóknir og rannsóknaraðferðir lögreglu, sérstaklega vegna nýrrar tegundar afbrota.

Nefndin gerði tillögur um fyrirkomulag óhefðbundinna rannsóknaraðferða og lagabreytingar vegna þeirra.

Skilgreining nefndarinnar.

„Sérstakar" rannsóknaraðferðir byggjast á því, að sérstökum aðferðum sé beitt við rannsókn sérstakra brota.

Yfir aðferðunum hvílir leynd.

Í nefndarskýrslunni er aðferðum og beiting þeirra lýst.

Aðferðir.

Símhleranir.

Herbergjahleranir.

Samskipti við upplýsingagjafa.

Tálbeitur.

Afhending undir eftirliti.

Alþjóðleg sýndarviðskipti.

Notkun eftirfararbúnaðar.

Myndatökur.

Flugumenn.

Endurkaup á þýfi.

Skygging.

Kaup á fíkniefnasýnum.

Sýning peninga.

Beiting.

Rökstuddur grunur um afbrot.

Rannsókn á alvarlegum afbrotum.

Aðrar rannsóknaraðferðir duga ekki.

Beiting aðferðanna skiptir miklu vegna rannsóknar málsins.

Ákæruvaldshafi tekur ákvörðun um beitinguna.

Tillögur nefndarinnar.

Breytingar á 86. til 88. gr. OML.

Eftirfararbúnaður, leynilegar myndatökur, hleranir.

Skylda póst- og fjarskiptafyrirtækja til að aðstoða lögreglu.

Réttarstaða lögmanns, sakbornings.

Reglur um upplýsingagjafa.

Reglur um tálbeitu.

Reglur um afhendingu undir eftirliti.

Alþjóðleg sýndarviðskipti með fíkniefni.

Vitnavernd.

Lögregluvernd og þjálfun starfsfólks í réttarvörslukerfinu.

Varnaðarorð.

Réttaröryggi.

Friðhelgi einkalífs og persónuvernd.

71. gr. stjórnarskrár.

Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.

8. gr. mannréttindasáttmála
Evrópu

8. gr. Friðhelgi einkalífs og fjölskyldu.
1. Sérhver maður á rétt til friðhelgi einkalífs síns, fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta.
2. Opinber stjórnvöld skulu eigi ganga á rétt þennan nema samkvæmt því sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, almannaheilla eða efnalegrar farsældar þjóðarinnar, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu manna eða siðgæði eða réttindum og frelsi annarra.

Ný viðhorf.

Alþjóðavæðing löggæslu.

Alþjóðavæðing saksóknar.

Alþjóðavæðing glæpastarfsemi.

Alþjóðleg hryðjuverk.

Skilgreiningar Evrópuráðsins.

Evrópuráðið hefur beitt sér fyrir ráðstefnum og rannsóknum í því skyni að komast að niðurstöðu um inntak sérstakra rannsóknaraðferða lögreglu.

Leitast við að semja staðla, sem miða að því að ekki sé brotið gegn grundvallarréttindum og frelsi.

Hugtakið tekur sífelldum breytingum, þess vegna best að ræða helstu einkenni sérstakra rannsóknaraðferða.

Í riti Evrópuráðsins er birt fræðileg lýsing í átta liðum á sérstökum rannsóknaraðferðum.

Sýnileg samskipti án blekkinga.

Spurningar dómara; yfirheyrslur; hinn grunaði og þeir, sem bera vitni gegn honum eru samspurðir; málsatvik endurgerð; leitað í farartækjum og farangri að eigendum eða umsjónaraðilum viðstöddum; líkamsleit og eftirlit til að staðfesta, að viðkomandi sé sá, sem hann segist vera.

2. Sýnilegar rannsóknir án samskipta og blekkinga.

Vísinda- og tæknirannsóknir; skýrslur sérfræðinga; heimsóknir á heimili manna, gagnaöflun í opinberum heimildum og dómskjölum auk eftirlits á þjóðvegum, þar sem fylgst er með brotum.

3. Sýnilegar rannsóknir með samskiptum - blekkingum beitt.

Lögreglumaður villir ekki á sér heimildir en falsar staðreyndir til að afla gagna eða hafa áhrif á hegðun manna. Loforð, sem ekki er ætlun að efna; uppspuni; rangtúlkun eða yfirhylming málsatvika; sviðsetning atburða; ósannindi við yfirheyrslur.

4. Sýnilegar rannsóknir án samskipta – blekkingum beitt.

Lögmætum heimildum er beitt í öðrum tilgangi en lög segja – til dæmis með því að látast vera að kanna ökuhæfi farartækis en í raun vera að leita í því.

5. Dulin rannsókn með samskiptum
- án blekkinga.

Öflun upplýsinga með uppljóstrara.

6. Dulin rannsókn án samskipta –
án blekkinga.

Allar aðferðir til að fylgjast með einstaklingum – það er veita þeim eftirför, hafa auga með þeim, taka myndir, hlera síma eða samskipti um aðra fjarskiptamiðla og opna bréfpóst.

7. Dulin rannsókn með samskiptum – blekkingum beitt.

Leyniaðgerðir, sambandi komið á milli rannsóknarmanns eða staðgengils lögreglu og grunaðra í því skyni að fylgjast með broti eða láta fylgjast með því; öflun sönnunargagna og annarra gagna undir yfirvarpi. Komast inn í raðir grunaðra. Starfsemi, sem er yfirvarp, til að nálgast annað en hún gefur til kynna.

8. Dulin rannsókn án samskipta
- blekkingum beitt.

Tálbeitur og gildrur í því skyni að geta fylgst með því, þegar brot er framið eða til að afla gagna. Röngum upplýsingum miðlað, án beins sambands við viðkomandi, í því skyni að láta hann hegða sér á þann veg, að hann verði staðinn að verki.

Sérstaða og leynd.

Sérstaða rannsóknaraðferðanna felst í því, að beiting þeirra kann að brjóta gegn grundvallarréttindum og frelsi.

Leynd einkennir einnig þessar aðferðir. Séu þær ekki framkvæmdar með leynd þjóna þær ekki lengur tilgangi.

Leyndin getur verið algjör, þannig að hinn grunaði fær aldrei vitneskju um uppljóstrara eða flugumann.

Afbrot.

Aðferðirnar fyrst þróaðar til að berjast gegn fíkniefnasmygli og síðan skipulagðri glæpastarfsemi.

Aðferðirnar eru gagnlegar gegn hryðjuverkum en þær duga eins vel gagnvart skipulagðri glæpastarfsemi.

Þarf sérstakar aðferðir gegn hryðjuverkum?

Forvarnir.

Pro-active rannsókn – rannsókn í því skyni, að koma í veg fyrir afbrot.

Reactive rannsókn – rannsókn í því skyni að upplýsa afbrot.

Í mörgum löndum er ekki heimild til rannsókna í því skyni að koma í veg fyrir afbrot.

Barátta gegn hryðjuverkum snýst um að koma í veg fyrir, að þau séu framin.

Nýr Evrópuráðssamningur.

Ísland hefur staðfest samning Evrópuráðsins um baráttu gegn hryðjuverkum.

Unnið er að því með sérfræðingum annarra Norðurlanda að kanna, hvaða skyldur felast í fullgildingu samningsins.

Huga þarf að lagabreytingum vegna fullgildingarinnar, þar á meðal í því skyni að tryggja lögmæti pro-active rannsóknar.

Stækkun lögregluumdæma.

24. október 2005 lagði framkvæmdanefnd um nýskipan lögreglumála fram tillögur sínar.

Gert er ráð fyrir rannsóknardeildum við 7 lykilembætti lögreglustjóra í landinu.

Dómsmálaráðherra setji reglur um, hvaða brot skuli rannsökuð hjá þessum rannsóknardeildum og hvernig stjórn rannsóknar skuli háttað.

Alþjóðadeild lögreglu flytjist frá ríkislögreglustjóra til Keflavíkur.

Lög um meðferð opinberra mála.

Réttarfarsnefnd vinnur að endurskoðun laga um meðferð opinberra mála.

Tillögum hefur verið lofað nú fyrir áramót.

Sérfræðinganefnd á vegum ráðuneytisins fer yfir tillögurnar.

Lokagerð taki mið af nauðsynlegum úrræðum gegn skipulagðri glæpastarfsemi og Evrópuráðssamningnum um baráttu gegn hryðjuverkum.

Endurnýjun skýrslu.

Skýrslan frá 1999 tekur mið af öðru umhverfi.

Skipa nefnd til að skoða inntak sérstakra rannsóknaraðferða lögreglu að nýju.

Skortur á fræðilegu framlagi til umræðna.

Sérhannaðar íslenskar reglur til lítils.

1999 - 2005.

1999 var fjallað um að flóknari afbrot krefðust nýrra rannsóknaraðferða.

2005 snýst spurningin um heimildir lögreglu til að beita sérstökum aðferðum, án þess að endilega sé um rökstuddan grun um afbrot að ræða.

Hefur lögreglan fullnægjandi lagaheimildir til rannsókna við allar aðstæður, sem krefjast afskipta hennar?