18.4.1997 0:00

Föstudagur 18.4.1997

Síðdegis föstudaginn 18. apríl var ég fundarstjóri á aðalfundi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Var afkoma hans með afbrigðum góð á síðasta ári. Að kvöldi föstudagsins fórum við Rut á frumsýningu á Fiðlaranum á þakinu í Þjóðleikhúsinu. Er það skemmtun og leiklist, sem engan svíkur.