Velkomin

Velkomin

Síðan var valin besti einstaklingsvefurinn 29. október 2003 af íslensku vefakademíunni á grundvelli um 10.000 tilnefninga.19. febrúar 2005 voru 10 ár liðin, frá því að fyrsti pistillinn var færður á

Vefsíða mín kom til sögunnar í janúar árið 1995, þegar ég gerði tilraunir með Arnþóri Jónssyni og Gunnari Grímssyni hjá Miðheimum og setti blaðagreinar inn á veraldarvefinn. Við tókum um það bil einn mánuð í tilraunir, áður en síðan var gerð opinber um miðjan febrúar 1995 og fyrsti pistlillinn birtist á henni 19. febrúar 1995. Útlit og efni síðunnar hefur þróast og hefur verið ævintýri að vera með henni virkur þátttakandi í netvæðingu Íslendinga. Án aðstoðar góðra hönnuða og vefara, hefði mér aldrei tekist að halda síðunni úti á þennan hátt. Þótti mér það ánægjulegur heiður, þegar síðan var valin besti einstaklingsvefurinn 29. október 2003.

Í nóvember 2002  tók Hugsmiðjan að sér að hanna útlit síðunnar og innri gerð. Við uppfærslu vefsíðunnar var beitt nýjum vinnuaðferðum, sem tryggja fullkomið aðgengi blindra, fatlaðra og fólks með tæknilegar sérþarfir. Hver síða er hönnuð og forrituð þannig að innihald hennar er aðgengilegt með lágmarks búnaði og í vöfrum sem nýta talgervla. Jafnframt á síðan að standast ströngustu útlitskröfur í öllum nýjustu vöfrum auk þess sem sérstaklega er hugað að því að framsetning á efni síðunnar sé prentvæn.

Vefsíðan hefur gefið mér einstakt og ánægjulegt tækifæri til að hafa milliliðalaus samskipti við þúsundir manna. Er ómetanlegt fyrir þá, sem gefa kost á sér til stjórnmálastarfa, að nýta sér upplýsingatæknina með þessum hætti.

Allt efni, sem hér birtist á mína ábyrgð. Ég áskil mér þess vegna að sjálfsögðu rétt til að breyta því, sem ég kýs að breyta.

Ég vona, að þú hafir nokkurt gagn og gaman af því að kynna þér efni vefsíðunnar. Jafnframt býð ég þér að nota síðuna til að senda mér tölvupóst, auk þess sem unnt er að skrá sig sem áskrifanda að því efni, sem inn á síðuna er sett.