17.7.2016 16:45

Sunnudagur 17. 07. 16

Fyrir skömmu hitti ég listunnanda sem ræddi af mikilli innlifun um hve Ragnar Kjartansson myndlistarmaður hefði áunnið sér mikla aðdáun margra um heim allan. Hann ætti eftir að öðlast meiri frægð en Ólafur Elíasson. Það væri undarlegt hve Íslendingar virtust tregir til að átta sig á virðingunni sem Ragnar nyti. Ég skyldi bara bíða og sjá hvað yrði sagt um Ragnar þegar hann opnaði sýningu sína í Barbican í London á næstunni. Án þess að ég mótmælti einu orði af þessu áréttaði viðmælandi minn skoðun sína með því að segja að það eitt að vera boðið að setja upp sýningu í Barbican sannaði ágæti Ragnars.

Sýning Ragnars The Visitors var opnuð í Barbican í liðinni viku. Laura Cumming skrifar einstaklega lofsamsamlega um hana í The Observer sunnudaginn 17. júlí en textann má lesa í heild hér á vefsíðunni guardian.comCumming segir meðal annars:

„Ragnar Kjartansson, who staged this vision, is one of the most brilliant artists at work today. Once seen, his art has true staying power. For many people, his white-sailed boat disappearing across the remotest harbour of the Venice Arsenale in 2013, carrying a crew of musicians performing an exquisite lament from dawn to dusk, was not just an unforgettable elegy for centuries of sailors crossing the bar but one of the most haunting spectacles in the history of the biennale.[...]

For the broken-hearted, Ragnar Kjartansson offers consolation; for lovers he conjures a mirror of their blessed state. The Visitors is a marvellous creation, rhapsodic, mesmerising and overwhelmingly affecting. It runs for more than an hour but you could stay there for ever. I could not pull myself away.“

Ég sé ekki betur en listfróði viðmælandi minn hafi haft rétt fyrir sér um að Ragnari Kjartanssyni yrði fagnað í Barbican.