15.2.2016 23:55

Mánudagur 15. 02. 16

Hagvanur maður sagði við okkur á förnum vegi í dag að það væri skrýtið að verða að ganga í peysu í Flórída en þannig væri það næuna í Fort Lauderdale. Við tókum undir með honum þótt hitinn væri tæpar 20 gráður. Það sást hins vegar ekki til sólar og rigndi meira að segja aðeins

.
Ströndin var mannauð þegar við skruppum þangað akandi. Hér eru vegalengdir slíkar að nauðsynlegt er að hafa bíl við hendina til að komast á milli staða. Að vísu má sjá strætisvagna en hér ræður einkabíllinn og er rúmt um hann á götunum.

Ströndin var að vísu ekki alveg mannauð, nokkrir sérvitringar sátu inni í teppum eða stran-handklæðum til að verjast vindinum sem blés af Atlantshafinu í vestri. Þegar ströndin kallar ekki á fólkið er það hálf bjargarlaust í strandfötunum sínum og veit ekki alveg hvað best er að taka sæer fyrir hendur.

Í hinni risavöxnu verslanamiðstöð skorti ekki viðskiptavinina og það var jafnvel erfiðara að finna bílastæði heldur en í gær.