7.2.2016 18:45

Sunnudagur 07. 02. 16

Á mbl.is segir sunnudaginn 7. febrúar að Birgitta Jónsdóttir, þingmaður pírata, hafi þann dag rætt við Björn Inga Hrafnsson í sjónvarpsþættinum Eyjunni. Þar hafi hún boðað framhald á þátttöku í stjórnmálum.

Haft er eftir Birgittu á mbl.is:

„Við höf­um alltaf haft það þannig hjá pír­öt­um að það er í lagi skipta um skoðun. Í jóla­frí­inu langaði mig ekki að halda áfram og son­ur minn langþráir að ég hafi meiri tíma fyr­ir hann. Hins veg­ar höf­um við ekki marga reynslu­bolta í Pír­öt­um sem vita hvernig stjórn­mál virka.

Stjórn­mál eru yf­ir­leitt mun ljót­ari en menn halda, þetta er mik­il valda­bar­átta á milli flokka, og á milli þeirra sem vilja stjórna flokk­un­um. Ég steig fram þegar flokk­ur­inn komst upp í 20% og lagði til ákveðna veg­ferð. Fylgið hef­ur haldið áfram að aukast og mér finnst pínu­lítið óá­byrgt að fara frá borði þá. Ef við leggj­um til stutt kjör­tíma­bil þá finnst mér ekki mik­ill mun­ur á að sitja á þingi í átta eða tíu ár.

Ég hef prófað það að vera í litl­um þing­flokki og það er flókið. En það er mik­il­vægt að halda utan um stór­an flokk, og hjálpa fólki að kom­ast inn í þetta. Þeir í hinum flokk­un­um eru ekki mikið fyr­ir að kenna manni hlut­ina.

Þetta er ekki eins og að koma á nýj­an vinnustað, held­ur er maður strax kom­inn í valda­bar­áttu. Það er kannski rangt hjá mér, en mér finnst svo­lítið óá­byrgt að leggja fram til­lög­ur til að koma í veg fyr­ir að fólk verði svikið eft­ir kosn­ing­ar. Við vilj­um að það sé þannig að það sé ákveðið fyr­ir­fram hvernig stjórn­arsátt­mál­inn verður og jafn­vel vil ég sjá fjár­lög­in líka liggja fyr­ir.

Ég sé ekki fyr­ir mér kosn­inga­banda­lag held­ur bind­andi sam­komu­lag með þeim sem vilja fara í veg­ferð með okk­ur. Við leggj­um ekki upp með að fella rík­is­stjórn­ina. Þeir sem eru nú við völd eru að sjá um það sjálf­ir.

Ef fólk vill ekki vinna að þessu með okk­ur, þá þætti mér óráð að fara að gera það sem all­ir flokk­ar gera alltaf. Þá mynd­um við frek­ar vilja vera í minni­hluta eða vera í minni­hluta­stjórn.“

Af þessu má ráða að Birgitta sér sjálfa sig sem kennara í stórum þingflokki, kannski í 2 ár, eftir kosningar þar sem ekki verði um kosningabandalag að ræða heldur verði bindandi málefnasamkomulag, helst um efni fjárlaga. Hver hoppar um borð í pírataskipið?