6.9.2014 21:30

Laugardagur 06. 09. 14

Nú er samtal mitt við Brynjar Níelsson alþingismann á ÍNN miðvikudaginn 3. september komið á netið eins og sjá má hér. Við ræddum meðal annars um lekamálið og athugun Brynjars á kvörtun sem Víglundur Þorsteinsson sendi alþingi með upplýsingum sem sýna að eftir að Steingrímur J. Sigfússon varð fjármálaráðherra 1. febrúar 2009 og tók að fara í kringum neyðarlögin.

Í morgun tók ég þátt í umræðum í ríkisútvarpinu í þættinum Í vikulokin undir stjórn Einars Þorsteinssonar, auk mín voru Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Valgerður Jóhannsdóttir, aðjúnkt í fjölmiðlafræðum. Hér má hlusta á þáttinn en fyrri helmingur hans snýst um Úkraínu og hinn síðari um ýmis mál af innlendum vettvangi.