6.6.2014 22:50

Föstudagur 06. 06. 14

Fréttir berast um að framsóknarmenn hafi stofnað til samstarfs við sjálfstæðismenn í Skagafirði þótt B-listi Framsóknarflokboðioksins hafi fengið meirihluta fulltrúa í sveitarstjórninni. Ein ástæðan fyrir þessu er líklega að Framsóknaflokkurinn hlaut ekki stuðning meirihluta kjósenda.

Sambærilegar fréttir berast frá Akranesi um að sjálfsæðismenn sem fengu meirihluta sveitarstjórnarmanna þar eigi í viðræðum við fulltrúa Bjartrar framtíðar um samstarf í sveitarstjórninni en með því yrði henni tryggður stuðningur meirihluta kjósenda.

Fréttirnar bera með sér virðingu fyrir lýðræðinu og nauðsyn þess að sveitarstjórn starfi í umboði meirihluta íbúanna.

Ekki berast neinar fréttir um að framsóknarmenn hér í Rangárþingi eystra, þar sem þeir fengu meirihluta sveitarstjórnarmanna án stuðnings meirihluta kjósenda, ætli að leita samstarfs við minnihlutann til að meirihluti íbúanna telji meirihluta sveitarstjórnar starfa í umboði sínu. Hér skilja þó aðeins fimm til átta atkvæði á milli meirihluta og minnihluta.