28.1.2014 19:05

Þriðjudagur 28. 01. 14

Í dag kom opið bréf frá Víglundi Þorsteinssyni, lögfræðingi og fyrrv. forstjóra, til  forseta alþingis til umræðu á alþingi. Það birtist í Morgunblaðinu á dögunum og snýst um friðkaup við kröfuhafa bankanna á fyrstu mánuðum Steingríms J. Sigfússonar sem fjármálaráðherra.

Þar er lýst sama viðhorfi af hálfu stjórnvalda og birtist í Icesave-málinu á sama tíma. Skyldi ekki hið sama hafa einkennt afstöðu stjórnvalda í uppgjörsmálum bankanna undir stjórn Steingríms J.? Það tók nokkur ár að vinda ofan af vitleysunni sem þá var gerðIcesave-málinu og spillti hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Ég fjallaði um þingumræðurnar á Evrópuvaktinni eins og lesa má hér.

Ég sé enga frétt um bréf Víglundar og umræðurnar á alþingi á ruv.is og heyrði ekki heldur minnst á það í kvöldfréttunum klukkan 18.00 eða yfirlitinu um efni í Speglinum. Hvers vegna þykir þetta ekki fréttnæmt í ríkisútvarpinu?