28.12.2013 23:55

Laugardagur 28. 12. 13

Martin Scorsese hefur leiktstýrt fimmtu kvikmyndinni með Leonardo Di Caprio í aðalhlutverki. Myndin The Wolf of Wall Street er þrjár klukkustundir að lengd. Hún segir frá Jordan Belford verðbréfasala á Long Island og er handritið reist á sjálfsævisögu hans. Myndin ber skýr merki leikstjórans og Di Caprio (39 ára) vinnur enn eitt leikafrekið undir stjórn hans.

Di Caprio segir í tilefni þessarar nýju myndar:

„Eins og öll varanleg tengsl er samvinna okkar reist á trausti. Að mínu áliti er The Wolf of Wall Street einskonar framhald af The King of Comedy, Goodfellas og Casino. Ég spurði Marty fyrir hvaða kraftaverk hann hefði fengið hjá Joe Pescu þessa ótrúlega grimmdarlegu setningu í Goodfellas: „Er ég einhver fjandans trúður?“ Marty trúði mér fyrir því að leikararnir hefðu spunnið í einn og hálfan dag. Hann notaði sömu aðferð í The Wolf of Wall Street. Við drógum einstakar senur mjög á langinn, myndvélan snerist allan tímann. Þetta var sannarlega skipuleg óreiða.“

Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum 25. desember og hér á landi hinn 26. desember í Sambíóunum er enginn vafi á að hún mun koma til álita vegna Óskarsverðlaunanna. Nú koma myndirnar hver af annarri sem munu setja svip á verðlaunahátíðir fyrri hluta ársins.