13.9.2013 23:40

Föstudagur 13. 09. 13

Gríska ríkisstjórnin greip til þess árs árið 1989 að umbuna opinberum starfsmönnum sem unnu lengur en fimm klukkustundir á dag við tölvu með sex auka-frídögum. Þessi einkennilega ráðstöfun var ekki afturkölluð fyrr en nú í byrjun september 2013. Það þurfti efnahagshrun Grikklands og þrýsting frá neyðarlánveitendum til að grísk stjórnvöld afnámu regluna um tölvu-frídagana sex. Þá hefur einnig verið ákveðið að hætta að greiða mönnum kaupauka fyrir að koma í vinnuna og reglan um að ógift dóttir erfi eftirlaunarétt föður síns hverfur einnig úr sögunni.

Þessi þrjú dæmi eru til marks um hvílík óstjórn ríkti í Grikklandi og hve erfitt er að hverfa frá henni. Þarna er lýst þætti ríkisútgjalda. Ekki var staðið betur að opinberri tekjuöflun. Skattheimta var í molum.

Að ríki sem þannig var rekið skuli hafa verið hleypt inn í myntbandalagið innan ESB lýsir hve illa var staðið að þróun bandalagsins, meiri áhersla var á að fjölga aðildarríkjum en gæta að innviðum þeirra og hæfni til þátttöku í bandalaginu.

Að ESB-aðildarsinnar á Íslandi skuli telja boðskapinn um að Íslendingar verði að fara í þennan hóp til að kynnast góðri efnahagsstjórn besta bragðið til að  búa í haginn fyrir ESB-aðild sýnir hve málefnafáteikt þeirra er mikil enda galt málstaðurinn afhroð í þingkosningunum 27. apríl 2013.