25.7.2013 23:00

Fimmtudagur 25. 07. 13

Í dag var sagt frá því að stærsti blaðaútgefandi í Þýskalandi Axel Springer-verlag hefði selt flest blöð sín og tímarit fyrir utan Bild og Die Welt fyrir tæpan milljarð evra. Ný stefna hefði verið mótuð innan fyrirtækisins með rafræna útgáfu að leiðarljósi.

Þessi þróun er í samræmi við allt annað sem er að gerast hjá stærstu blaðaútgefendum heims. Þeir vinna hörðum höndum að breytingum sem miða að nýtingu upplýsingatækninnar til að halda stöðu sinni og hasla sér völl á nýjan hátt.

Axel Springer hefur meðal annars breytt prenttækni við útgáfu á fjöldablaðinu Bild til að venja lesendur þess á að nýta netið til upplýsingaöflunar.

Er unnið að sambærilegri stefnumótun innan íslenskra útgáfufyrirtækja?