16.7.2013 22:15

Þriðjudagur 16. 07. 13

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var í Brussel í dag og hitti æðstu menn Evrópusambandsins og NATO. Nú hafa bæði utanríkisráðherra og forsætisráðherra hitt Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO, á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá því að ríkisstjórnin var mynduð. Með þessu hafa ráðherrarnir áréttað á afgerandi hátt hve mikla áherslu ríkisstjórnin leggur á aðildina á NATO þótt ekki sé minnst á hana í stefnuyfirlýsingu hennar.

Ég skrifaði leiðara á Evrópuvaktina í dag í tilefni af för Sigmundar Davíðs til Brussel og má lesa hann hér.