4.6.2013 20:50

Þriðjudagur 04. 06. 13

Lengsta orðið (63 stafir) í þýsku lögbókinni:

Rindfleischetikettierungsüberwachungsaufgabenübertragungsgesetz

er horfið. Það var sett í hana vegna reglna gegn kúariðu í sambandslandinu Mecklenburg-Vorpommern og vísar til þess að með lögum er ákveðið hvernig megi framselja eftirlitshlutverki vegna merkinga á nautakjöti. Orðið var 18 stöfum lengra en lengsta orðið í ensku Oxford orðabókinni. Það er orðið pneumonoultramicroscopicsilicovolcanoconiosis um lungnasjúkdóm.

Á vefsíðunni SpiegelOnline segir að tæknilega séu engin takmörk fyrir hve orð geta orðið löng í þýsku og þar tengi menn saman orð til að lýsa einhverju Überschallgeschwindigkeitsflugzeug er orðið yfir hljóðfráa þotu. Fussballweltmeisterschaftsendrundenteilnehmer lýsir knattspyrnuliði sem komist hefur í heimsmeistarakeppni í knattspyrnu.

Kapitänskugelschreiber er kúlupenni skipstjóra.

Donaudampfschiffahrtsgesellschaftskapitänskugelschreiber er kúlupenni skipstjóra hjá Dónár-gufuskipafélaginu.

Donaudampfschiffahrtsgesellschaftskapitänskugelschreibertinte hér hefur blek verið sett í kúlupennan

Donaudampfschiffahrtsgesellschaftskapitänskugelschreibertintenfachgeschäft hér er nefnd til sögunnar verslun sem selur blek í þennan penna.

Donaudampfschiffahrtsgesellschaftskapitänskugelschreibertintenfachgeschäfts-führer hér er síðan forstjóri blekverslunarinnar kominn í hópinn. Þetta er 81 stafur.

Lengsta orðið í þýsku Duden-orðabókinni er Kraftfahrzeug-Haftpflichtversicherung, ábyrgðartrygging bifreiða, ekki nema 36 stafir.

Á vísindavef Háskóla Íslands er spurt hvort vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúraútidyralyklakippuhringur sé lengsta orð  á íslensku Guðrún Kvaran prófessor segir að ekki sé hægt að fullyrða um slíkt .