25.5.2013 22:40

Laugardagur 25. 05. 13

Flug Icelandair var á áætlun frá Osló í dag, það var 21 stigs hiti í Osló en 7 stig á Keflavíkurflugvelli. Allt er miklu grænna í kringum Gardemoen-flugvöll en Keflavíkurflugvöll. Í suðurhluta Noregs glíma menn hins vegar við mikinn vanda vegna flóða.

Í flugvélinni horfði ég á Óskarsverðlaunamyndina Argo og þótti hún standa undir lofinu sem borið hefur verið á hana. Styrkur hennar er á hve lágum nótum spennan er mögnuð í kringum atburð sem allir vita hvernig endaði. Að þessu leyti er hún lík myndinni um lokadaga Osama bin Ladens.

Um þessa helgi er endursýnt á ÍNN samtal okkar Jóns Steinar Gunnlaugssonar lögfræðings sem frumsýnt var miðvikudaginn 22. maí. Við ræðum um stöðu hæstaréttar.Verður á dagskrá ÍNN klukkan 18.00 sunnudag.