19.4.2013 22:41

Föstudagur 19. 04. 13

Við Gunnar Eyjólfsson og Þóra Halldórsdóttir ókum austur í Skálholt síðdegis þar sem eru qi gong kyrrðardagar fram á sunnudag á vegum staðarins en við leiðum æfingar og hugleiðslu.

Að dveljast í Skálholti er ávallt ánægjulegt vegna helgi staðarins, hins góða aðbúnaðar í skólanum og nálægðarinnar við söguna. Séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup sat með okkur í kvöld og ræddi um staðinn, söguna og kristindóminn.

Á leiðinni austur var hífandi rok og rigning, krapi á Hellisheiðinni. Það er gott að jörðin fái vætu eftir þurrkana undanfarið.