26.12.2012 16:30

Miðvikudagur 26. 12. 12.

Það er skrýtið af ríkissjónvarpinu að halda þannig á sýningum á Downton Abbey að tvær vikur líði frá því að lokaþætti í 2. hluta raðarinnar er sjónvarpað í Bretlandi og annars staðar þar til hann sést hér á landi. Í blöðum erlendis birtast nú viðtöl við einn aðalleikara þáttanna sem hefur sagt skilið við þá til að leita á önnur mið og þarf því að hverfa úr sögunni á dramatískan hátt. Vitneskjan um það er „spoiler“ svo að vitnað sé til enska orðsins sem oft birtist til að vara fólk við að skoða efni vilji það forðast að vita um framvindu sjónvarpsþátta eða kvikmynda áður en það sér þáttinn eða myndina sjálfa.

Mér skilst að Stöð 2 hafi sýnt síðasta þáttinn af Homeland 2 daginn eftir að hann var frumsýndur erlendis og þannig leitast við að koma til móts við áskrifendur sína með góðri þjónustu. Ríkisútvarpið telur sig ekki þurfa að sinna þjónustu við áhorfendur sína á sama hátt. Þjónusta ríkisútvarpsins minnir dálítið á virðulegu herramennina í Downton Abbey sem vilja ekki horfast í augu við samtíma sinn heldur lifa í gamla tímanum.