6.10.2012 17:30

Laugardagur 06. 10. 12

Ávallt tekur nokkurn tíma að venjast nýjum stað og í dag gengum við um Newton, 75.000 manna úthverfi eða útborg Boston í björtu. Þetta er vinalegur bær og ég fann Peets-kaffistað þar sem ég félkk gott Earl Grey-te og nettengingu, ekki spillti að þar er selt vínarbrauð með gulum glassúr sem heitir Icelandic-Danish í kynningu Peets. Ég hef til þessa aðeins séð  Danish í kynningu á þessu vínarbrauði. Freistinguna stóðst ég ekki og framleiðslan gæti eins verið úr Bakarameistaranum í nágrenni mínu í Suðurveri eins og hér í Newton Centre. Kannski starfar íslenskur bakari hér á næstu grösum?