25.6.2012 22:41

Mánudagur 25. 06. 12

Í dag tók ég ungan mann frá Québec, frönskumælandi fylkis í Kanada, í bíl minn á Hvolsvelli og ók honum að tjaldstæðinu í Laugardal. Hann var að ljúka ferð í kringum landið og hafði ferðast á puttanum allan hringinn og að auki til Ísafjarðar. Hann sagðist hafa leigt sér bíl með nokkrum öðrum til að skoða Snæfellsnes. Það hefði kostað 17.000 krónur að fara í slíka ferð með rútu og því hefði verið ódýrara að finna ferðafélaga og leigja sér bíl auk þess sem það skapaði meira ferðafrelsi.

Honum þótti dýrt að fara á veitingastaði og segist hafa orðið undrandi á tjaldstæði þar sem kostað hefði 500 kr. að kaupa sig inn á netið í 20 mínútur.