13.6.2012 21:30

Miðvikudagur 13. 06. 12

Í dag var ég í tæpa sjö tíma í Flórens og skoðaði einkum borgarhlutann handan árinnar Arno, Oultroarno, meðal annars Palazzo Pitti og Banacci-kapelluna. Fyrir nokkrum árum skoðaði ég hið merkasta þeim megin við ána þar sem dómkirkjan er.

Pitti fjáraflamaður byggði stærri höll en Medici-fjölskyldan átti en sprakk á limminu og keyptu Medici-menn þrotabúið og þar með höllina þar sem fjölskyldan bjó síðan við mikinn íburð.

Í Banacci-kapellunni má sjá merkilega fresku um ævi Péturs postula eftir Masaccio Masolino og Filippion Lippi. Kapellan er hluti af kirkjunni Santa Maria del Carmine og geymir því einnig merkan kafla í sögu Karmel-reglunnar og framlags hennar til dýrðar dottni og heimsmenningarinnar.