4.6.2012 21:06

Mánudagur 04. 06. 12

Flugum til Frankfurt í morgun, brottför Icelandair tafðist um hálftíma vegna biðar eftir tengifarþegum frá Bandaríkjunum, lentum þó aðeins 10 mínútur eftir áætlun í Frankfurt. Sá risavöllur stendur undir nafni sem einn skilvirkasti risaflugvöllur heims.

Það var tilbreyting að sjá hellirigningu í Frankfurt eftir sólina og þurrkinn hjá okkur að Íslandi.

Nokkur ókyrrð var í Lufthansa vélinni til Flórens enda hafði gengið á með þrumuveðri í borginni í dag en hafði stytt upp þegar við komum og ókum að strönd Miðjarðahafs í áttina að Pisa.