10.1.2012

Þriðjudagur 10. 01. 12

Í morgun klukkan 08.00 fór ég á fund Alþýðusambands Íslands í hótel Nordica um þar sem rætt var um íslensku krónuna og hvort hún væri bölvun eða blessun. Ég skrifaði pistil um fundinn á Evrópuvaktina og má lesa hann hér. Þá birti ég frétt um erindi Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra eins og sjá má hér. Loks skrifaði ég stutta hugleiðingu um frásögn Guðmundar Gunnarssonar af fundinum eins og sjá má hér.

Ég starfaði í forsætisráðuneytinu þegar Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra sat við eldhúsborðið heima hjá sér og skrifaði Ólafslögin svonefndum um verðtrygginguna. Að nokkrum sem að því máli kom dytti í hug að með lögunum væri lagður grunnur að helstu röksemdum hluta ESB-aðildarsinna fyrir því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru er fráleitt. Með lögunum kom nýtt hagstjórnartæki til sögunnar í baráttu við verðbólguna.

Á fundinum í morgun var lögð áhersla á að styrkur krónunnar réðist af hagstjórninni. Arnór sagði að agi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefið reynst vel og þess vegna mundi Íslendingum vegna vel í aga evrusamstarfsins. Hagstjórnartæki hans felast með öðrum orðum