8.1.2012

Sunnudagur 08. 01. 12

Jón Lorange heldur áfram að birta kafla úr samtali okkar á þætti hans á Útvarpi Sögu eins og sjá má hér.

Mér finnst einkennilegt að sjá því haldið fram að ágreiningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu snúist um hvort menn séu sammála um nauðsyn þess að Evrópuríki starfi saman. Deilan er ekki um það heldur hitt hvaða leið er skynsamlegust fyrir okkur Íslendinga til að stuðla að stöðugleika og jafnvægi í álfunni. Ég tel að það verði best gert með aðild að evrópska efnahagssvæðinu enda er samningurinn um það hluti af samstarfsneti í anda Evrópuhugsjónarinnar.

Í dag skrifaði ég pistil á Evrópuvaktina þar sem vikið er að aðskilnaðarhreyfingum innan einstakra ESB-ríkja, þessar hreyfingar eiga margar fulltrúa á ESB-þinginu.