19.11.2011

Laugardagur 19. 11. 11

Viðtalsþáttur minn á ÍNN með Ásdísi Höllu Bragadóttur er kominn á netið eins og hér má sjá.

Landsfundi sjálfstæðismanna var framhaldið í morgun og sótti ég fund í utanríkismálanefnd hans klukkan 09.30 þar sem lögð var lokahönd á tillögu um afstöðu til Evrópusambandsins og að lokum var samþykkt tillaga sem við Friðrik Sophusson fluttum um að hlé yrði gert á aðildarviðræðunum og ekki gengið þeirra að nýju fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvort hún verður samþykkt á fundinum á morgun kemur í ljós.

Eftir hádegi hlustuðum við á stórræður Davíðs Oddssonar, Geirs H. Haarde, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Bjarna Benediktssonar og Ólafar Nordal.

Nýliðinn við að flytja slíka stórræðu á landsfundi, Hanna Birna Kristjánsdóttir, stóðst eldraunina með mikilli prýði.