15.8.2011

Mánudagur 15. 08. 11.

Evrópusambandið mun verja 9 milljónum króna á mánuði næstu tvö árin til að búa í haginn fyrir sjónarmið aðildarsinna komi til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að sambandinu hér á landi. Þetta er há fjárhæð og þegar hefur verið beitt blekkingum til að segja hana til annars en að tryggja að Íslendingar segi já við ESB-aðildarsamningi komi hann einhvern tíma til sögunnar.

Alþingi samþykkti sl. vor að verja alls 27 milljónum króna til miðlunar á upplýsingum um Evrópusambandið frá íslenskum sjónarhóli. Þessari fjárhæð hefur ekki verið úthlutað en henni á að skipta milli þeirra sem vilja aðild og hinna sem eru á móti henni auk þess sem ætlunin er að styrkja þá sem hafa ekki tekið afstöðu. Fjárhæðin jafngildir þriggja mánaða greiðslu úr sjóðum ESB til að halda fram einhliða sjónarmiðum ESB um ágæti þess og hve mikill akkur er fyrir Íslendinga að slást í hópinn með aðíldarþjóðunum.