5.6.2011

Sunnudagur 05. 06. 11.

Rut, kona mín, opnaði í dag gestum hlöðu okkar í Fljótshlíðinni með tónleikum . Hlaðan tónleikarHún lék með Richard Simm píanóleikara, fyrir fullu húsi, um 70 manns. Hljómaði tónlistin vel við góðan fögnuð. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, flutti ávarp að loknum tónleikunum og einnig vinur okkar Kjartan Gunnarsson fyrir hönd gesta.

Það rigndi í morgun en létti til upp úr hádegi og hann hékk þurr fram yfir tónleikana.  Auðveldaði það okkur að gefa Hlaðan tónleikar 2gestunum kaffi.




Umræður um Rosabauginn halda áfram og á vefsíðu Samfylkingunnar Eyjunni er sagt frá nýlegri fésbókar-færslu starfsmanns bókabúðar í miðborg Reykjavíkur. Ber  færslan yfirskriftina: „Örleikrit úr bókabúð“.  Þar segir:

Þorvaldur Gylfason [prófessor í hagfræði og blaðamaður á Fréttablaðinu]: „Á meðan enginn sér mig, eruð þið með bókina hans Björns Bjarna hérna uppi við?“

Ég: „Nei, við erum ekki með hana í sölu.“

Þorvaldur Gylfason: „Gott hjá ykkur!“

Mér er sagt að afgreiðslumaður í bókabúðs Máls og menningar hafi sagt að ég bannaði sölu bókarinnar í þeirri búð. Þetta er ekki rétt. Ég kem ekki nálægt vali á bókaverslunum.  Þorvaldur kemur við sögu í bókinni vegna skrifa hans í Fréttablaðið. Augljóst er að ýmsar söguhetjur vilja sem minnsta dreifingu bókarinnar. Ég læt lesendum eftir að dæma ástæður þess.