29.1.2011

Laugardagur 29. 01. 11.

Fyrir áhugamenn um samskipti Íslands og ESB hafa birtst þrjár forvitnilegar fréttir á www.evropuvaktin.is í dag:

1. Upp úr viðtali við Jean-Claude Piris í Fréttablaðinu í dag þar sem hann slær á ýmsar goðsagnir varðandi Ísland og ESB. Hann segir ESB ekki hafa neinn hag af aðild Íslands, norðurslóðir skipti ESB í raun engu. Íslendingar hafi ekki góða samningsstöðu gagnvart ESB vegna áhuga sumra ESB-ríkja á að tengja Ísland og Balkanlönd.

2. Jóhanna Sigurðardóttir minnist ekki á efnisatriði ESB-aðildar þegar hún ræðir framtíðarstefnu ríkisstjórnarinnar. Samfylkingin muni gera fólki kleift að kjósa um málið. Hvers virði er það ef ríkisstjórn situr sem hefur ekki burði til að tryggja lögmæti kosninga?

3. Stefán Haukur Jóhannesson, formaður ESB-viðræðurnefndar Íslands, segir við ESB-þingmenn í Brussel að aðildarviðræðurnar séu á beinu brautinni og skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt var 24. janúar lofi góðu um áhuga Íslendinga á aðild. Þessi könnun byggðist að vísu á aðferðafræðilegum mistökum og er því marklaus. Hvað sem því líður þurfa viðmælendur Íslendinga ekki að óttast áhugaleysi formanns íslensku nefndarinnar á aðild.