6.1.2011

Fimmtudagur 06. 01. 11.

Í dag klukkan 17.00 sat ég  fyrir svörum á útvarpi Sögu og í þætti um Ísland og ESB undir stjórn þeirra Jóns L'Orange og Elvars Arnars Arasonar. Þema þáttarins var skýrsla Evrópunefndar frá mars 2007. Hvað eftir annað hitti ég þá sem vinna að Evrópumálum hrósa skýrslunni og hve mikið er af upplýsingum í henni.

Efni og niðurstaða skýrslunnar hefur aldrei valdið deilum á pólitískum vettvangi. Vandinn er sá að ekki féll í kramið hjá ESB-aðildarsinnum að nefndin komst að þeirri niðurstöðu að EES-samningurinn stæðist tímans tönn. Fyrir daga skýrslunnar létu aðildarsinnar gjarnan í veðri vaka að EES-samningurinn væri rykfallinn ef ekki ónýtur í skúffum skriffinna í Brussel. Þvi fer fjarri.

Tvennt ætti að rannsaka betur en gert er í skýrslunni: hin nýju aðlögunarskilyrði ESB gagnvart umsóknarríkjum og leiðir Íslands til að taka upp evru án ESB-aðildar. Ég nefndi þetta tvennt í þættinum með Jóni og Elvari.