28.10.2010

Fimmtudagur 28. 10. 10.

Í dag hitti ég glöggan lesanda síðu minnar, sem benti mér á, að ég ætti ekki að hafa kommu á milli dags og dagsetningar í fyrirsögn hér í dagbókinni. Komman benti til enskra áhrifa. Sleppi ég henni í tilefni dagsins. Þá taldi hann einnig rangt, að sett væri komma í texta eins og þennan: fimmtudaginn 28. október, 2010. Þarna væri rétt að hafa fimmtudaginn 28. október 2010. Ég veit ekki, hvaðan ég hef fengið þessar kommur, en eins og þessi lesandi minnti mig á værum við báðir á móti kommum!

Fór í kvöld á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þegar Þórunn Marínósdóttir lék á glæsilegan hátt einleik á víólu í konsert eftir Bela Bartok. Þá var Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari, kvödd eftir 36 ára farsælt starf.