16.9.2010

Fimmtudagur, 16. 09. 10.

Þegar ég fór út rúmlega sex í morgun til að fara í sundið þurfti ég að skafa hrím af framrúðu bílsins.

Ég minni lesendur síðu minnar á Evrópuvaktina. Hiklaust fullyrði ég, að þar eru íyarlegri fréttir um erlend málefni, sem varða okkur Íslendinga, en birtast í öðrum fjölmiðlum. Rými þeirra undir erlendar fréttir verður sífellt minna og lítið sem ekkert er gert af því að setja þróun erlendis í íslenskt samhengi. Talið um ESB-aðild hefur stórlega þrengt sjónarhorn okkar á alþjóðamál.

Eins og málum er hátta má líta þannig á, að Kína og ESB keppist um að draga athygli Íslendinga að sér. ESB hefur uppi áform um að hlutast hér um innanríkismál. Kínverjum er það ekki fjarri skapi.

Hið einkennilega er, hve Bandaríkjamenn halda að sér höndum.